Tónleikar – Við sem heima sitjum

      Á morgun, föstudaginn 24. janúar kl. 20:30 verða tónleikarnir, Við sem heima sitjum í Eldheimum. Tilefnið er að minnast tímanna frá fyrir og eftir gosið í Heimaey 1973. Sungin verða vinsæl lög frá þessum tíma, bítlalög, þjóðlög, popplög o.s.frv. Fram koma þau Hrafnhildur Helgadóttir, Júlíanna S. Andersen, Arnór Hermannson, Helga Jónsdóttir, Þórir […]

Stærsta björgun Íslandssögunnar – 1973 – Allir í bátana

Þess verður minnst í Eldheimum í kvöld kl. 19.30 að í dag eru 52 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Athöfnin verður helguð Ingibergi Óskarssyni sem á heiðurinn að verkefninu, 1973 – Allir í bátana. Þar er m.a. að finna nöfn meginþorra þeirra sem flúðu Heimaey gosnóttina og  með hvaða bát fólkið fór.  Boðið er upp á […]

1973 – Allir í bátana – fyrir og eftir gos

Í Safnahúsi er sýning á myndum úr safni Ingibergs Óskarssonar, sem á heiðurinn að 1973 – Allir í bátana. Hefur hann m.a. safnað fjölda ljósmynda sem teknar voru í gosinu 1973. Fyrir nokkrum árum byrjaði hann að taka myndir frá sama sjónarhorni og úr varð sýningin Fyrir og eftir sem nú er opin í Einarsstofu. […]

Nóttin sem aldrei gleymist

SJ 42415 Gullberg VE 292 Heimaeyjargosið D1-1 23.01.1973

Í dag, 23. janúar eru rétt 52 ár liðin frá því eldgos braust út á Heimaey. Heilt byggðarlag lagðist svo gott sem af. Íbúarnir, eða tæplega fimmþúsund einstaklingar, þurftu að yfirgefa heimili sín um miðja nótt, og mörg þeirra áttu eftir að fara undir ösku og eld. Hluti af eyjunni okkar varð hrauninu að bráð og austurbærinn sem áður var blómleg byggð varð skyndilega horfin heimur. Þessa sögu þekkja allir Íslendingar og hér […]

Fjórir sigrar í röð – Elliði Snær um gengið á HM

Mynd/HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér glæsilegan sigur á Egyptalandi í sínum fyrsta leik í milliriðli 4 á HM í gær. Bæði lið komu inn í milliriðilinn með fjögur stig úr riðlakeppninni, en Ísland er nú í toppsæti með sex stig. Við náðum tali að Eyjamanninum í liðinu, Elliða Snæ Viðarssyni og fengum að […]

Skákþing Vestmannaeyja hefst 2. febrúar

Skák Lagf 25

Skráning keppenda á Skákþing Vestmannaeyja 2025  er hafin en mótið hefst sunnudaginn 2. febrúar nk. Mótið er fram í skákheimili TV að Heiðarvegi 9  og verður teflt á sunnudögum kl. 13.00 og fimmtudögum kl. 19.30.   Umhugsunartími á keppenda á skák verður 60 mínútur  + 30 sek. á hvern leik. Er þetta sömu tímamörk  og undanfarin […]

Sigurður Arnar framlengir við ÍBV

sigurdur_arnar_ibvsp

Eyjamaðurinn Sigurður Arnar Magnússon hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til ársins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Sigurður hefur spilað lengi með ÍBV og alls 157 KSÍ leiki fyrir félagið, hann á einnig nokkra leiki að baki fyrir KFS sem komu sumarið 2017. Sigurður hefur samhliða námi leikið með ÍBV […]

Hætta rann­sókn á skip­verjunum Hugins VE

Lögreglan hefur fellt niður rannsókn á máli skipverja Hugins VE vegna skemmdar á vatnsleiðslu og ljósleiðarastreng í innsiglingunni til Eyja í nóvember 2023. Hættuástand almannavarna varð í Vestmannaeyjum við skemmdirnar. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Þrír skipverjar á Hugin, skipstjóri, yfirstýrimaður og yfirvélstjóri fengu réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins og samdi útgerðin um […]

Sigurður Arnar Magnússon ráðinn til Laxeyjar

„Laxey hefur ráðið Sigurð Arnar Magnússon í starf verkefnastjóra á framkvæmdasviði. Sigurður Arnar, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum, lauk nýverið MS-gráðu í iðnaðar- og kerfisverkfræði frá The Ohio State University með áherslu á aðfangakeðjustjórnun og framleiðslukerfi,“ segir í frétt á Fésbókarsíðu Laxeyjar. „Hann hefur reynslu af verkefnastjórnun, ferlagreiningu og hefur unnið að þróun stafrænna lausna. […]

Bæjarstjórn í beinni

bæjarstjórn_vestm

1612. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Horfa má á beint streymi frá fundinum hér fyrir neðan dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 202410002 – Almannavarnarlögn NSL4 3. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.