Skákþing Vestmannaeyja hefst 2. febrúar

Skráning keppenda á Skákþing Vestmannaeyja 2025 er hafin en mótið hefst sunnudaginn 2. febrúar nk. Mótið er fram í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 og verður teflt á sunnudögum kl. 13.00 og fimmtudögum kl. 19.30. Umhugsunartími á keppenda á skák verður 60 mínútur + 30 sek. á hvern leik. Er þetta sömu tímamörk og undanfarin […]
Sigurður Arnar framlengir við ÍBV

Eyjamaðurinn Sigurður Arnar Magnússon hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til ársins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Sigurður hefur spilað lengi með ÍBV og alls 157 KSÍ leiki fyrir félagið, hann á einnig nokkra leiki að baki fyrir KFS sem komu sumarið 2017. Sigurður hefur samhliða námi leikið með ÍBV […]
Hætta rannsókn á skipverjunum Hugins VE

Lögreglan hefur fellt niður rannsókn á máli skipverja Hugins VE vegna skemmdar á vatnsleiðslu og ljósleiðarastreng í innsiglingunni til Eyja í nóvember 2023. Hættuástand almannavarna varð í Vestmannaeyjum við skemmdirnar. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Þrír skipverjar á Hugin, skipstjóri, yfirstýrimaður og yfirvélstjóri fengu réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins og samdi útgerðin um […]
Sigurður Arnar Magnússon ráðinn til Laxeyjar

„Laxey hefur ráðið Sigurð Arnar Magnússon í starf verkefnastjóra á framkvæmdasviði. Sigurður Arnar, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum, lauk nýverið MS-gráðu í iðnaðar- og kerfisverkfræði frá The Ohio State University með áherslu á aðfangakeðjustjórnun og framleiðslukerfi,“ segir í frétt á Fésbókarsíðu Laxeyjar. „Hann hefur reynslu af verkefnastjórnun, ferlagreiningu og hefur unnið að þróun stafrænna lausna. […]
Bæjarstjórn í beinni

1612. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Horfa má á beint streymi frá fundinum hér fyrir neðan dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 202410002 – Almannavarnarlögn NSL4 3. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar […]
Ábending frá Herjólfi

Herjólfur ohf. hefur gefið út tilkynningu vegna siglinga í dag og á morgun. Í dag, miðvikudaginn 22. janúar siglir Herjólfur til Landeyjahafnar eina ferð seinni partinn. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:15 (Áður ferð kl. 20:45). Aðrar ferðir falla niður. Strætó fer kl 17:45 frá mjódd. Á […]
„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“

Fjáröflunar – og vitundarvakning Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein hófst í dag. Vitundarvakningin er árleg og er ein stærsta fjáröflun félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmið átaksins sé að vekja athygli á mikilvægi starfsemi Krafts og veita fólki innsýn inn í þær áskoranir sem fylgja því að greinast […]
Eyjatónleikar – Hlutu Fréttapýramídann 2023

Bjarni Ólafur og Guðrún Mary – Fyrir framtak í menningarmálum – Tónleikar þar sem vinir hittast: „Hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir Eyjatónleikum í Hörpu sem seinna í þessum mánuði verða haldnir í þrettánda sinn. Upphafið voru tónleikar árið 2011 á 100 ára afmælisdegi Oddgeirs Kristjánssonar. Seinna var Ása í Bæ gerð […]
Verksamningur undirritaður

Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar og Ólafur Einarsson hjá Þjótanda skrifuðu nýverið undir verksamning vegna jarðvinnu og lagna á Hásteinsvelli. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Framkvæmdin felur í sér að fjarlægja náttúrugras af vallarsvæðinu ásamt lífrænu undirlagi þess, jarðvegsskipta undir nýju yfirborði. Framkvæmdin felst einnig í lagningu fráveitu- og vatnslagna, […]
Páll sendi ríkisstjórninni tillögu

Páll Scheving Ingvarsson sendi athyglisverða hugmynd í samráðsgátt stjórnvalda – sem í byrjun árs óskuðu eftir tillögum frá landsmönnum til hagræðingar, einföldunar stjórnsýslu og við að sameina stofnanir. Lífeyrissjóðir fjármagni samgöngu-uppbyggingu Páll hvetur ríkisstjórnina til að skoða möguleikann á því að leita samstarfs við lífeyrissjóði landsmanna til fjármögnunar á nauðsynlegri uppbyggingu og rekstri samgangna í […]