Hvað merkir hættustig Almannavarna?

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, ákvað í gær að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Viðbragðsaðilar hafa komið sér saman um 3 háskastig almannavarna sem taka til allra neyðaraðgerða. Almannavarnastig eru flokkuð eftir alvarleika, umfangi viðbúnaðar og þörf á forgangshraða viðbragðsaðila. Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um almannavarnastig hverju […]
Lýsa yfir hættustigi Almannavarna í Vestmannaeyjum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Raunveruleg hætta er á að neysluvatnslögnin rofni alveg. Fyrir liggur að umfang skemmda er mikið og alvarlegt. Skemmdirnar ná yfir um 300 metra kafla á lögninni. Á myndum sem teknar hafa verið neðansjávar […]
Þurfa lengri tíma til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á viðgerð

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði aftur með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til Eyja. Fram kom á fundinum að þeir erlendu sérfræðingar sem hafa málið til skoðunar telja sig þurfa fleiri daga til viðbótar til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á […]
Bíða eftir upplýsingum fyrir um næstu skref

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til eyja. Búið er að senda allar fyrirliggjandi upplýsingar um tjónið á vatnsleiðslunni til erlendra sérfræðinga og framleiðanda leiðslunnar sem eru nú að fara yfir málið. Eins og staðan er núna […]
FRÉTTATILKYNNING-VATNSLÖGNIN TIL VESTMANNAEYJA

Föstudagskvöldið 17. nóvember varð neysluvatnslögnin til Vestmannaeyja fyrir skemmdum þegar Huginn VE missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Vatnslögnin, sem liggur í sjó milli lands og Eyja, er í eigu Vestmannaeyjabæjar og sjá HS Veitur um rekstur hennar. Málsatvik eru í rannsókn en skipið var komið inn fyrir Klettsnef þegar atvikið átti sér stað. […]
Frá Almannavarnanefnd Vestmannaeyja

Rafmagn fór af Vestmannaeyjabæ skömmu fyrir kl. 09 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti og HS veitum er um að ræða bilun í línukerfi Landsnets uppi á landi. Á fundi sem nefndin átti með fulltrúum Landsnets og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú fyrir stundu kom fram að unnið er að því að koma rafmagni á aftur en […]
Truflanir á raforkuafhendingu

Truflanir á raforkuafhendingu voru til umræðu á fundi almannavarnanefndar sem fram fór í vikunni. Rætt um truflanir á raforkuafhendingu en upp er komin sú staða einungis er notast er við VM1 sem getur flutt 7Mw af orku til Vestmannaeyja og með því eru keyrðar ljósavélar. Búið er að skerða hitaveitu og varmadælustöð og fiskvinnslustövarnar eru […]
Fara varlega og gæta sérstaklega vel að persónulegum smitvörnum

Vegna fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga bæði á landsvísu og hér í Eyjum vill aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum skora á íbúa að taka höndum saman um að fara varlega og gæta sérstaklega vel að persónulegum smitvörnum, halda tveggja metra fjarlægðarmörkin, nota andlitsgrímur og þvo og spritta hendur reglulega. Þá er afar mikilvægt að virða reglur um […]
Tveir í einangrun og fjórir í sóttkví

Í dag, þriðjudaginn 31. ágúst, eru 2 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og 4 í sóttkví. Höldum áfram að passa okkur og gætum vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virðum fjarlægðartakmarkanir og notum handspritt og andlitsgrímu. Þeir sem finna fyrir flensueinkennum eru hvattir til að fara í sýnatöku og halda sig til […]
Þrettán í einangrun í Vestmannaeyjum

Í dag, þriðjudaginn 24. ágúst, eru 13 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og 10 í sóttkví. Sem fyrr ítrekar aðgerðastjórn mikilvægi þess að gæta vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virða eins metra regluna og nota handspritt og andlitsgrímu. Þeir sem finna fyrir flensueinkennum eru hvattir til að fara í sýnatöku og […]