Margir atvinnulausir á meðan auglýst er eftir starfsfólki

Bæjarstjóri fór yfir stöðu atvinnuleysis og hlutabótaleiðar í Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í gær. Þar kom fram að margir eru skráðir atvinnulausir á sama tíma og verið er að auglýsa eftir starfsfólki hjá mörgum fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 122 einstaklingar skráðir atvinnulausir í mars og apríl, en mest var atvinnuleysið í […]
Fengu fund eftir margítrekaðir óskir

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóri fór yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Eins og fram hefur komið hafa allir starfsmenn Hraunbúða þegið áframhaldandi starf á stofnuninni. Nú stendur yfir uppgjör milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, svo sem vegna áunnins orlofs starfsfólks, lausafjár, birgða o.fl. Eftir margítrekaðir óskir um […]
Uppsögn á þjónustusamningi

Lögð voru fram drög að minnisblaði um uppsögn á þjónustusamningi vegna gatnalýsingar í Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þegar Hitaveita Suðurnesja og Bæjarveitur Vestmannaeyja sameinuðust árið 2002 var undirritað samkomulag þess efnis að gatnalýsing í Vestmannaeyjum yrði áfram í eigu sveitarfélagsins, en þjónusta á hendi Hitaveitu Suðurnesja (HS veitur). HS veitur annast almennt […]
Breytt skipurit í Safnahúsinu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumanns Safnahússins um skipulag Safnahússins í Vestmannaeyjum. Safnahúsið samanstendur af átta söfnum eða safndeildum í eigu og umsjón Vestmannaeyjabæjar, þ.e. bókasafni, héraðsskjalasafni, Landlyst/Skanssvæði, listasafni, ljósmynda- og kvikmyndasafni, Sagnheimum, byggðasafni og náttúrugripasafni og Sigmundssafni. Þá heyrir fjölmenning undir Safnahúsið. Í minnisblaðinu […]
Segja sig frá rekstri kvikmyndahúss í Kviku

Svavar Vignisson og Ester Garðarsdóttir hafa óskað efir því við bæjarráð að segja sig frá rekstri kvikmyndahúss í Kviku. Málið var til umræðu á fundi ráððsins í dag. Vestmannaeyjabær mun því þurfa að finna nýjan rekstraraðila. Vestmannaeyjabær samþykkir beiðni núverandi rekstraraðila um uppsögn samnings og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að leita til aðila með […]
Sveitarfélög móta markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun

Bæjarráð fjallaði á fundi sínum í síðustu viku um bréf Jafnréttisstofu, dags. 2. mars sl., um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Í desember 2020 samþykkti Alþingi tvenn ný lög sem lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Nýju lögin eru annars vegar lög […]
Málstofa um eldgosin í Vestmannaeyjum

Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs áttu fund með Þorsteini Sæmundssyni, formanni Jarðfræðafélags Íslands, sem lýst hefur áhuga á því að skipuleggja málstofu í tengslum við að 50 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey og 60 ár eru liðin frá Surtseyjargosinu. Þorsteinn vildi kanna áhuga Vestmannaeyjabæjar á að halda slíka málstofu 2023 í samstarfi […]
107 einstaklingar í Vestmannaeyjum á atvinnuleysiskrá

Minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru nú 107 einstaklingar í Vestmannaeyjum á atvinnuleysiskrá hjá stofnuninni í febrúar. Af þeim eru 26 einstaklingar sem hafa verið á atvinnuleysisskrá í meira en 12 mánuði. Það gefur ákveðnar vísbendingar um að stór hluti af skráðum einstaklingum er […]
Óveður, bjargir og varaafl í Vestmannaeyjum

Bæjarstjóri fór á fundi bæjarráðs í gær yfir drög að minnisblaði sem framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hefur tekið saman og sendi þann 15. mars sl. Í drögunum eru lagðar fram tillögur að uppsetningu varaaflsstöðvar í Vestmannaeyjum, greinargerð um kostnað og tillögur að fjármögnun. Skipaður var starfshópur til þess að kanna möguleika á uppsetningu varaaflsstöðvar í […]
Hafna skilningi heilbrigðisráðuneytisins

Bæjarráð ræddi stöðu yfirfærslu Hraunbúða frá Vestmannaeyjabæ til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fundi sínum í gær. Samkvæmt fundi með heilbrigðisráðuneytinu og bréfi dags. 3. mars sl., sem Vestmannaeyjabær svaraði þann 5. mars sl., og bréfi heilbrigðisráðuneytisins dags. 10. mars sl., ber Vestmannaeyjabæ að segja upp öllu starfsfólki Hraunbúða áður en til yfirfærslunnar kemur og vísar ráðuneytið […]