Þrýsta á nýja vatnslögn

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs sem fram fór í gær. Þar kom fram að starfshópur, sem skipaður er fulltrúum Vestmannaeyjabæjar um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja, hefur átt í viðræðum við fulltrúa HS veitna, um undirbúning að lagningu nýrrar vatnslagnar. Jafnframt hefur Vestmannaeyjabær átt í viðræðum við innviðaráðuneytið um fjárhagslega aðkomu […]
Samþykkja hækkun og gera kröfu að rekstur félagsins sé sjálfbær

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær, en á síðasta fundi ráðsins, sem haldinn var þann 4. maí sl., var ákveðið að fresta afgreiðslu erindis frá stjórn Herjólfs ohf. þar óskað var eftir samþykki bæjarráðs á hækkun gjaldskrár Herjólfs. Ákvað bæjarráð að óska eftir fundi með fulltrúum stjórnarinnar til þess að ræða […]
Bæjarráð frestar afgreiðslu á hækkun gjaldskrár

Bréf stjórnar Herjólfs til bæjarráðs um hækkun gjaldskrár var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Þar kemur fram stjórnasamþykkt um hækkun gjaldskrár og óskað eftir samþykki bæjarráðs. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis frá stjórn Herjólfs og felur formanni bæjarráðs að óska eftir fundi bæjarráðs með fulltrúum stjórnar Herjólfs. (meira…)
Skoða aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs en ráðið ræddi skipan sérstaks starfshóps sem hefur það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Á þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í Vestmannaeyjum. Bæjarráð skipar í hópinn framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, umhverfisfulltrúa […]
Ákveðið að taka upp tvískipt sorpílát fyrir óflokkanlegan og lífrænan úrgang

Bæjarráð tók á fundi sínum í liðinni viku fyrir erindi framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um heimild til að leita tilboða hjá söluaðilum og fjármagn til að kaupa 1.200 tvískipt sorpílát og fenúr merkingar til að líma á sorpílát. Vegna breytinga á sorphirðu og innheimtu á sorphirðugjöldum hefur verið ákveðið að taka upp tvískipt sorpílát fyrir […]
Endurskoða jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar

Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Til stendur að endurskoða jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar á næstunni. Þann 14. mars sl., var tekin fyrir gerð jafnréttisáætlunar í fjölskyldu- og tómstundaráði, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar. Þar var samþykkt að stofna starfshóp sem vinnur að gerð nýrrar jafnréttisáætlunar. Óskað er eftir aðkomu fulltrúa […]
Framlög til Vestmannaeyjabæjar skerðast um 184 milljónir

Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var til umræðu á fundi bæjarráðs sem fram fór í gær. Í samráðsgátt stjórnvalda er að finna til umsagnar frumvarp til laga og skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er 27. mars 2023. Markmiðið er að bæta gæði jöfnunar, einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins og að Jöfnunarsjóður […]
Þörf á töluverðu viðhaldi á Kirkjugerði

Bæjarráð fundaði í vikunni þar sem einungis eitt mál var á dagskrá. Á fundinn voru jafnframt boðaðir bæjarfulltrúar, fulltrúar í fræðsluráði, framkvæmdastjórar sviðanna þriggja, leikskólastjóri Kirkjugerðs og fræðslufulltrúi. Bæjarráð ræddi húsnæði Leikskólans Kirkjugerðis. Ljóst er að skólinn þarfnast töluverðs viðhalds. Verkfræðistofan Mannvit var fengin til þess að taka húsnæðið út og hefur hann skilað drögum […]
Viðaukar við fjárhagsáætlun
Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 voru til umræðu á fundi ráðsins í vikunni sem leið. Lagður var fyrir bæjarráð 1. viðauki við fjárhagsáætlun 2023. Um er að ræða viðauka vegna þriggja framkvæmda sem eru í gangi. Í fyrsta lagi vegna áframhaldandi framkvæmda við viðbótarhúsnæði á Sóla að fjárhæð 25 m.kr. Í öðru lagi vegna endurbóta á […]
Hvernig má laða heilbrigðisstarfsfólk til Eyja

Þann 7. mars sl. átti bæjarráð fund með hluta af framkvæmdastjórn HSU þar sem m.a. var farið yfir mönnun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks á stofnuninni í Vestmannaeyjum. Á fundinum voru ýmsar leiðir ræddar til þess að bæta við mönnun á stofnuninni, m.a. ákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna sem heimila afslátt af námslánum til handa […]