Ríkið neitar að greiða leigu

Bæjarstjóri fór á fundir bæjrastjórnar á miðvikudag yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða frá Vestmannaeyjabæ til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Eins og fram hefur komið hafa allir starfsmenn Hraunbúða þegið áframhaldandi starf á stofnuninni. Nú stendur yfir uppgjör milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, svo sem vegna áunnins orlofs starfsfólks, lausafjár, birgða o.fl. Greiða fastakostnað Eftir margítrekaðir óskir um fund […]
Bæjarstjórn – bein útsending

1572. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu Safnahúsi, 12. maí 2021 og hefst hann kl. 18:00 Beina útsending af fundinum má nálgast hér fyrir neðan https://youtu.be/3RvImBBdv50 Dagskrá: Almenn erindi 1. 202104061 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 -SÍÐARI UMRÆÐA- 2. 202002051 – Málefni Hraunbúða Fundargerðir ráða 3. 202104003F – Bæjarráð Vestmannaeyja – 3153 […]
Óbreytt stjórn Herjólfs ohf.

Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar var á dagskrá bæjarstjórnar í síðustu viku. Samkvæmt 1. tl. D-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, skipar bæjarstjórn aðal- og varamenn skv. samþykktum félagsins. Bæjarstjórn skipar eftirtalda einstaklinga í stjórn Herjólfs ohf. Aðalmenn Arnar Pétursson Guðlaugur Friðþórsson Agnes Einarsdóttir Páll […]
Framtíðarsýn samgangna

Bæjarstjóri fór yfir stöðu og framtíðarsýn samgangna við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, m.a. stöðu samgangna á sjó, áskoranir og tækifæri, Landeyjahöfn, stöðu flugsamgangna og áskoranir og tækifæri er tengjast fluginu, þróun farþegaflutninga milli lands og Eyja, göng, og almenna framtíðarsýn í samgöngum Vestmannaeyja. Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur mikilvægt að horfa til framtíðar í […]
Niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar

Forseti bæjarstjórnar Elís Jónsson las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, helstu niðurstöður má sjá hér að neðan: a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2020: Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -156.231.000 Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -60.211.000 Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 12.405.835.000 Eigið fé kr. 6.969.004.000 Samstæða […]
Taprekstur í fyrsta skipti í 14 ár

Í fyrsta skipti í 14 ár eða frá síðustu stjórnartíð vinstri manna, er taprekstur á sveitarsjóði Vestmannaeyjabæjar nú staðreynd og slakasta heildarrekstrarniðurstaða Vestmannaeyjabæjar síðan 2006. Slíkt vekur eðlilega áhyggjur og vonbrigði undirritaðra. Útsvarstekjur langt yfir áætlunum Útsvarstekjur síðasta árs eru 230 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir heimsfaraldur. Samt sem áður mistekst […]
Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöldi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri birti pistil á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í gærkvöldi þar sem hún fer yfir helstu niðurstöður reikningsins. Hún segir að ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs og jákvæða rekstrarafkomu, þrátt fyrir erfitt ár fjárhagslega í rekstri sveitarfélaga. Flest […]
Umræða um ársreikninga Vestmannaeyjabæjar í beinni

Í kvöld klukkan 18:00 fer fram bæjarstjórnarfundur nr. 1571. Fundurinn verður fjarfundur og í beinni útsendingu á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Eins og áður þá verður notast við Teams. Áhugasamir sem ekki eiga Teams aðgang þurfa að smella á hnappinn “Watch on the web instead”. Upptaka af fundinum verður svo aðgengilegt á youtube. Þá birtist gluggi þar […]
Lýsa áhyggjum af búnaði sem notaður er til dýpkunar

Bæjarstjóri fór yfir stöðu samgangna við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjórn sendi frá sér sameiginlega bókun um þessi mál: Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með að annan veturinn í röð skuli Landeyjahöfn vera opin enda skipta samgöngur í Landeyjahöfn íbúa, fyrirtæki og landsmenn alla miklu máli. Ánægjulegt er að sjá hvernig nýtt skip […]
Tekist á um verklag við ráðningu hafnarstjóra

Ráðning í stöðu hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar H og E lista hófu umræðuna með tveimur bókunum. Þar kemur fram að staða hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar var auglýst laus til umsóknar í byrjun febrúar sl. fimm sóttu um starfið. Leitað var ráðgjafar Hagvangs við úrvinnslu og mat umsókna. Að mati á […]