Aðgæsluveiði
Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Eyjum í fyrradag. Afli Bergs var mest þorskur og ýsa en afli Vestmannaeyjar var blandaðri; þorskur, ýsa, ufsi og langa. Það tók innan við sólarhring hjá skipunum að fá í sig. Heimasíða Síldarvinslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og létu þeir vel af sér. Jón Valgeirsson […]
Hrygningarstoppið hefur áhrif
Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Eyjum á mánudag. Bæði skip voru með fullfermi og afli beggja að mestu þorskur og ýsa. Bergur mun halda á ný til veiða um hádegisbil í dag og Vestmannaey í kvöld. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra á Bergi og spurði frétta. “Við lönduðum […]
Vertíðar bragur
Alvöruvertíð virðist vera hafin hjá Vestmannaeyjatogurunum Bergi VE og Vestmannaey VE. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þeir lönduðu báðir fullfermi á laugardaginn og var aflinn mest þorskur og ýsa sem fór til vinnslu hjá Vísi í Helguvík. Bergur landaði síðan nánast fullfermi af ufsa á sunnudaginn. Þá landaði Vestmannaey fullfermi í gærmorgun […]
Fullfermi landað eftir 36 tíma
Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða aðfaranótt 2. janúar. Skipið hélt rakleiðis á Víkina og landaði síðan fullfermi í Eyjum 36 tímum síðar eða eftir hádegi á miðvikudag. Hér er um að ræða fyrstu löndun skips í Síldarvinnslusamstæðunni á árinu 2024. Afli Vestmannaeyjar var mest þorskur, ýsa og ufsi og var um ákaflega fallegan fisk […]
Komnir í jólafrí
Síðustu veiðiferðum Bergs VE og Vestmananeyjar VE fyrir jólastopp er lokið. Landaði Bergur 62 tonnum í Vestmannaeyjum í vikunni og Vestmannaey 60 tonnum þar í gærmorgun. Mest var af þorski í afla Bergs og segir Jón Valgeirsson skipstjóri í færslu á vef Síldarvinnslunnar að í túrnum hafi verið norðaustan fræsingur. „Við byrjuðum út af Þorlákshöfn og þar […]
Bergur og Vestmannaey með fullfermi
Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði fullfermi í gær. Þetta kemur fram í fétt á vef Síldarvinnslunnar. Bergur landaði í heimahöfn í gærdag en Vestmannaey landaði í Neskaupstað í gærkvöldi. Afli beggja skipanna var mest ýsa og þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að það hefði verið ágætis reitingur allan túrinn. „Þetta […]
Þrettán framúrskarandi í Vestmannaeyjum
Í 13 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Framúrskarandi fyrirtæki í sem skráð eru í Vestmannaeyjum eru alls 13 í ár og hefur fjölgað um […]
Allir lönduðu fyrir austan
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 76 tonnum á Seyðisfirði á þriðjudaginn og Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað í gær. Gullver hóf veiðar austur af landinu og endaði túrinn á hinu svonefnda Gula teppi. Vestmannaeyjaskipin hófu veiðar suður ef landinu en enduðu einnig á Gula teppinu. Gula teppið er á Skrúðsgrunni […]
Ágæt veiði en skítviðri framundan
Ísfisktogararnir Bergur VE, Vestmannaey VE og Gullver NS voru ýmist að landa fullfermi í gær eða á landleið með fullfermi. Öll voru skipin að veiðum austur af landinu. Bergur VE landaði í Neskaupstað í gærmorgun. Jón Valgeirsson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að veiðiferðin hafi gengið vel. „Það var fínasta veiði í Litladýpi […]
Brælustopp
Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær og í dag landar Vestmannaey VE einnig fullfermi. Skipin munu bæði stoppa í landi meðal annars vegna bræluspár. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði í gær, í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að tveggja daga stopp væri framundan. „Það er norðaustan lurkur næstu daga og þá er eins […]