Aðgæsluveiði

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Eyjum í fyrradag. Afli Bergs var mest þorskur og ýsa en afli Vestmannaeyjar var blandaðri; þorskur, ýsa, ufsi og langa. Það tók innan við sólarhring hjá skipunum að fá í sig. Heimasíða Síldarvinslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og létu þeir vel af sér. Jón Valgeirsson […]

Gengið vel hjá Bergi og Vestmannaey

Gengið hefur vel hjá hjá Vestmannaeyjarskipunum Bergi VE og Vestmannaey VE að undanförnu. Þau hafa staldrað stutt við á miðunum og komið að landi með fullfermi. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra útgerðanna. “Segja má að þetta hafi gengið eins og í sögu og það er gjarnan landað fullfermi annan hvern dag. Skipin fóru […]

Fiskast vel upp á síðkastið

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Systurskipið Vestmannaey VE kom þá einnig til hafnar með fullfermi en ekki var landað úr skipinu fyrr en í gær. Afli Bergs var mest þorskur, ufsi og ýsa en afli Vestmannaeyjar var mest þorskur og ufsi. Heimasíða síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Arnars Richardssonar, […]

Aflinn að mestu þorskur og ýsa

“Við fengum aflann á Öræfagrunni og í Hornafjarðardýpinu og það var gott veður allan túrinn að undanskildum einum sólarhring. Aflinn er mestmegnis ufsi og ýsa og það er einkar ánægjulegt að ufsinn láti sjá sig, en það er langt síðan hann hefur fengist á þessum slóðum. Þetta er hinn fallegasti fiskur og ufsinn er góður […]

Allir lönduðu fyrir austan

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 76 tonnum á Seyðisfirði á þriðjudaginn og Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað í gær. Gullver hóf veiðar austur af landinu og endaði túrinn á hinu svonefnda Gula teppi. Vestmannaeyjaskipin hófu veiðar suður ef landinu en enduðu einnig á Gula teppinu. Gula teppið er á Skrúðsgrunni […]

Vestmannaey og Bergur landa í dag

Vestmannaey VE kom til Seyðisfjarðar í morgun og er að landa þar fullfermi. Að sögn Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra er aflinn að mestu leyti þorskur. Vestmannaey hélt til veiða aðfaranótt föstudags og hóf veiðarnar á Víkinni. Síðan var haldið austur með og endað á Tangaflakinu. Bergur VE mun landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag. Jón […]

Nýtt kvótaár fer vel af stað

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Neskaupstað sl. sunnudag. Aflinn var þorskur og ýsa. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra og spurði fyrst hvar hefði verið veitt. „Við vorum á Glettinganesflakinu og þar var ágætis kropp. Fiskurinn sem þarna fékkst var líka mjög góður. Í túrnum gerði suðaustanbrælu og þá dró svolítið úr […]

Töluvert af fiski innan um síldina

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 82 tonnum í Vestmannaeyjum í fyrradag. Um 37 tonn af aflanum var ufsi en síðan var mest af þorski og ýsu. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist í samtali við vef Síldarvinnslunnar vera ánægður með túrinn. „Þetta gekk bara býsna vel. Við byrjuðum á Pétursey og fórum austur á Höfða og síðan var […]

Gengið vel á ufsa

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum sl. laugardag og Bergur VE landaði nánast fullfermi í Neskaupstað í á mánudag. Afli Vestmannaeyjar var mestmegnis ufsi sem fékkst á Kötlugrunni og segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að þarna sé um að ræða besta ufsatúr í langan tíma. Afli Bergs var aðallega ýsa […]

Lúxustúrar, góður afli og rjómablíða

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir sl. miðvikudag. Bergur í Vestmannaeyjum en Vestmannaey í Grindavík. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir í samtali við vef Síldarvinnslunnar að tveir síðustu túrar skipsins hafi gengið afar vel. „Við lönduðum karfa sl. laugardag og vorum með fullfermi. Þá vorum við að veiðum við Eldey og á […]