Mest lesið 2020 – 3.sæti: Einstaklingar í sóttkví í Eyjum

Covid-19 hlaut að komast á listann og kemur sterkt inn í þriðja sætið. Fréttin sem um ræðir var þó eiginlega falsfrétt þar sem miskilningur varð á milli blaðamanns og viðmælanda. En það leið þó ekki á löngu þar til fyrsta smitið greindist í Eyjum. (meira…)

Mest lesið 2020 – 5.sæti: Huginn landar ekki meir á Írlandi

Fimmta mest lesna frétt ársins er um Huginn á kolmunaveiðum við Írlandsstrendur. Áhöfnin á Huginn VE var ekki sátt þegar þeim var ekki veitt frekara löndunarleyfi á Írlandi. Þeir þurftu því að sigla 400 sjómílum lengra með aflann fyrir 30% lægra verð hér heima. (meira…)

Mest lesið 2020 – 6.sæti: Að flytja til Eyja

Við áramót þykir rétt að líta um öxl á árið sem kvatt er. Líkt og undanfarin ár ætla Eyjafréttir.is því að skoða hvaða fréttir voru mest lesnar á árinu 2020. Við byrjum á sjöttu mest lesnu fréttinni á árinu 2020. Þar er á ferðinni lofgrein Lindu Bergmann um Vestmannaeyjar og Eyjamenn. En þau hjónin fluttu […]

Bríet og Arnór hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf handknattleiksdeildar fór fram í kvöld. Þar voru venju samkvæmt veittar viðurkenningar fyrir árangur vetrarins. Rúmlega þrjátíu ára hefð er fyrir því að Eyjafréttir veiti viðurkenningu til efnilegustu leikmanna í karla og kvenna flokki. En það voru þau þau Bríet Ómarsdóttir og Arnór Viðarsson sem hlutu Fréttabikarinn í ár. Nánar verður gerð grein fyrir öðrum […]

Forræktun krydd- og matjurta í boði Visku og Eyjafrétta

Á næstu vikum munu Viska Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Eyjafréttir bjóða Eyjamönnum upp á hin ýmsu fjarnámskeið þeim að kostnaðalausu. Það fyrsta í röðinni verður á mánudaginn kemur, þann 20. apríl, þegar Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, sýnir okkur allt um sáningu og forræktun krydd- og matjurta. Á fjarnámskeiðinu verður farið yfir sáningu […]

Eyjafréttir styrkja málrannsóknir

Undanfarið hefur verið unnið að því á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að setja saman safn texta sem má nýta fyrir málrannsóknir og máltækniverkefni. Textasafnið er kallað Risamálheild og inniheldur að mestu leyti texta fréttamiðla, en einnig t.d. alþingisræður, lög, blogg og dóma. Stór textasöfn eru mikilvægur efniviður fyrir gerð margs kyns máltæknibúnaðar eins […]

Áhrifa samkomubanns gætir víða í Eyjum

Nýtt tölublað Eyjafrétta verður borið út til áskrifenda í dag en er nú þegar aðgengilegt á netinu. Áhrif samkomubann vegna útbreiðslu Covid-19 hefur víðtæk áhrif í samfélaginu í Vestmannaeyjum. Farið er yfir þau helstu í blaðinu í dag. Spjallað er við Soffíu Valdimarsdóttur, sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum í Eyjum. Thelma Gunnarsdóttir, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, […]

Dreifing á Eyjafréttum frestast til morguns, komnar á netið

Nýjasta blað Eyjafrétta er komið á vefinn en verður því miður ekki borið út til áskrifenda á fyrr en á morgun fimmtudag vegna óviðráðanlegra orasaka. Í blaðinu er meðal annars fjallað um Nordic fab lab bootcamp og rætt við Frosta Gíslason um málið. Gunnar Már Kristjánsson segir okkur frá því hvernig VKB villingur verður prestur í Noregi. Þá gerum við einnig ýtarlega grein […]

Sara, Þórarinn Ingi, Ingi og Ingi sigruðu í áskriftarleiknum

Eyjafréttir efndu til áskriftarleikjar í síðustu viku. Þar var vinningurinn tveir miðar á Eyjatónleikana „Í brekkunni” sem fram fara í Hörpu næstkomandi laugardag, 25. janúar. Dregin voru fjögur nöfn úr öllum áskrifendum Eyjafrétta og hlýtur hver tvo miða á tónleikana. Geta vinningshafarnir nálgast miðana sína í miðasölu Hörpu á tónleikadegi. Þeir áskrifendur sem hljóta glaðninginn […]