Stóra sviðið þakkar fyrir sig!

Eyjónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld fyrir troðfullu húsi. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi önnur eins orka verið í þessum glæsilega sal og tónleikarnir tókust með miklum ágætum. Allir listamenn stóðu vel fyrir sínu og Eyjafólkið okkar var frábært. Sérstakar þakkir færum við Karla- og Kvennakórum Vestmannaeyja fyrir þeirra […]

Tónleikar þar sem vinir hittast – Eyjatónleikar í Hörpu

„Upphafið má rekja til ársins 2010 þegar ég var að vinna með og fyrir Palla Eyjólfs. Þá kom upp hjá okkur hugmynd um að gera eitthvað til að heiðra minningu Oddgeirs á Þjóðhátíðinni 2011.  Við vorum flutt til Eyja og ég hættur hjá Palla. Haustið 2011 átti að opna Hörpuna og ég spyr Guðrúnu hvort […]

Eyjatónleikarnir Eyjanótt í beinu streymi þann 21.janúar

Þann 23.janúar næstkomandi verða 50 ár liðin frá einum stærsta viðburði í lýðveldissögunni, eldgosinu á Heimaey. Tveimur dögum fyrr koma margir Eyjamenn og vinir þeirra saman í Hörpu á árlegum tónleikum í Eldborgarsalnum, Eyjatónleikunum. Sala á tónleikana hefur gengið mjög vel eins og oftast áður og nú er nær uppselt á þá. Því hafa tónleikahaldarar […]

Eyjatónleikum frestað – syngjum inn sumarið!

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu og nýrra sóttvarnaráðstafana, höfum við ákveðið að fresta Eyjatónleikunum sem áttu að vera 22.janúar næstkomandi. Ný dagsetning er 21.apríl, sem er sumardagurinn fyrsti. Við munum því fagna komandi sumri saman eins og okkur einum er lagið. Vegna þessa hefur Jóhanna Guðrún dregið sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum og […]

ÚTi Í EYJUM

Eyjatónleikar verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu laugaradagskvöldið 22.janúar næstkomandi.  Fjöldi frábærra listamanna koma þá saman og leika öll yndislegu Eyjalögin.  Það er löngu kominn tími á að við fáum tækifæri á að rifja upp öll uppáhalds Eyjalögin, syngja með, upplifa sanna Eyjastemningu, koma saman og gleðjast. Við höfum alltaf leitast við að blanda saman landsþekktu […]

Sérstök stemmning á Eyjatónleikum (Myndir)

Hún var óneitanlega sérstök stemmningin í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld. Þar fóru fram tíundu Eyjatónleikar í Hörpu en þó með mun lágstemmdara sniði en áður. Hún var þó ekkert síðri en venjulega eftirvæntingin í andlitum þeirra fáu útvöldu gesta sem hlotið höfðu tónleikasæti fyrir náð og miskunn sóttvarnaryfirvalda. Það var líka áþreifanlegt þakklætið og […]

Flott stemmning í hópnum (myndir)

Eyjatónleikar fara fram í Eldborgarsal Hörpu með óhefðbundnu sniði á morgun. “Æfingin í gær í Hörpu gekk alveg meiriháttar vel enda allir í einstaklega góðu skapi.” sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson í samtali við Eyjafréttir. “Kannski ekki skrýtið, því listamennirnir eru hrikalega spenntir að komast aftur á svið og skemmta landanum.  Það var svakalega flot stemning […]

Eyjatónleikar með sumarlegu ívafi í beinu streymi

Undanfarið ár hefur verið afar óvenjulegt og reynst okkur öllum krefjandi en sem betur fer höfum við flest náð að komast þokkalega frá því.  Nú með hækkandi sól, sjáum við fram á betri tíð. Mikið álag hefur verið á mörgum og því ekki úr vegi að lyfta sér aðeins upp. Eyjatónleikar hafa farið fram í […]

Eyjatónleikar færðir til 1. maí

Í ljósi aðstæðna hafa aðstandendur Eyjatónleikanna, sem fara áttu fram 23.janúar næstkomandi, ákveðið í samráði við Hörpu tónlistarhús, að færa tónleikana til laugardagskvöldsins 01.maí 2021. Um leið verður smá breyting á söngvarahópnum, Helgi Björns og Silja eru því miður upptekin í öðrum verkefnum en í staðinn koma inn Brekkusöngsstjórnandann Ingó Veðurguð og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, […]

Forsala á Eyjatónleika hefst í dag

Eyjatónleikarnir, Á sama tíma, á sama stað – í tíu ár, fara fram 23. janúar næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Í ljósi stöðunnar fer miðasala af stað undir mjög sérstökum kringumstæðum og með ákveðnum fyrirvörum. Ef staðan verður enn óljós þegar nær dregur, munum við eiga nokkra möguleika í stöðunni, en stefnum alltaf á halda tónleikana. […]

X