Flugið framlengt út mars

Nú um mánaðamót rennur út samningur Vegagerðarinnar við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja. Nú hefur verið tryggt að ekki verði rof á þjónustunni og flogið verði út mars. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni rétt í þessu við Eyjafréttir. “Það er búið að semja við Mýflug um flugið út mars mánuð. Þjónustan […]

Tvær flug­vél­ar rák­ust sam­an við Vest­manna­eyj­ar

Tvær einka­flug­vél­ar rák­ust sam­an á flugi við Vest­manna­eyj­ar í gær. Vél­arn­ar, sem voru flug­hæf­ar eft­ir árekst­ur­inn, lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í kjöl­farið. Vík­ur­frétt­ir greina frá þessu. Flug­vél­arn­ar, sem eru báðar á er­lendri skrán­ingu, eru af gerðinni Kinga­ir B200. Flugmaður og einn farþegi voru í ann­arri vél­inni en flugmaður í hinni, að því er fram kem­ur í […]

Bæjarstjórn lýsir yfir verulegum vonbrigðum með stöðu dýpkunarmála

Umræða um samgöngumál fór fram á fundir bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjóri fór yfir stöðuna í samgöngumálum við Vestmannaeyjar sem hefur verið mjög þung undanfarna mánuði, siglingar í Landeyjahöfn hafa verið mikið skertar og höfnin oft lokuð vegna dýpis. Bæjarráð hefur óskað eftir gögnum frá Vegagerðinni um ástæður þess að illa gengur að dýpka. Höfnin […]

Samgöngufundi frestað vegna samgangna

Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugað var að halda í kvöld, vegna fjarveru innviðaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Samgöngur milli lands og Eyja voru með þeim hætti í dag að þær hentuðu ekki ráðherranum. Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið […]

Björgun að standa sig? – Fleiri flugferðir

„Siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar hafa verið afar stopular frá því í október og þá fyrst og fremst vegna dýpis við hafnarmynni og í höfninni sjálfri. Þá hefur þurft að sigla til hafnarinnar á háflóði þegar önnur skilyrði eru til staðar. Öllum er ljóst að höfnin er ekki sú heilsárshöfn sem lofað var á sínum tíma. […]

Ernir hefur áætlunarflug til Eyja

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær kemur fram að vegagerðin hefur tekið verðtilboði frá flugfélaginu Erni og stefnt er að því að áætlunarflug hefjist nk. sunnudag. Um er að ræða fjórar ferðir í viku. Bæjarráð fangar því að flugfélagið Ernir ætli að hefja áætlunarflug til Eyja og lítur á þetta sem fyrsta […]

Kanna áætlunarflug fram í febrúar

Umræða um samgöngumál var meðal efnis á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að Innviðaráðuneytið hefur unnið að því síðustu daga að finna lausn á þeim vanda sem bilun í Herjólfi hefur á samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Hluti af þeirri lausn er að koma á flugi frá 30. nóvember-6. desember. Ráðuneytið hefur falið Vegagerðinni […]

Loksins hillir undir flug

„Samgöngur til Vestmannaeyja eru okkar lífæð og er ástandið í dag langt frá því að vera ásættanlegt,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri á Fésbókarsíðu sinni. „Innviðaráðuneytið staðfesti á fundi í morgun að ætlunin sé að hefja flug til Eyja í byrjun desember. Við bíðum eftir upplýsingum um nánari útfærslu. Einnig var óskað eftir því við ráðuneytið […]

ÓFÆRT

Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið […]

Bæjarráð lýsir vonbrigðum með dýpkun Landeyjahafnar

Bæjarráð fór yfir stöðuna varðandi dýpkun og stöðu á Landeyjahöfn á fundi sínum í vikunni sem leið. Bæjarráð lýsir í niðurstöðu sinni um málið vonbrigðum með að dýpkun Landeyjahafnar sé enn og aftur ekki sinnt eins og sífellt er lofað. Sú staða sem upp kom í lok október, og varir enn, sýnir enn og aftur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.