Guðjón Pétur Lýðsson til ÍBV

Miðjumaðurinn öflugi, Guðjón Pétur Lýðsson, hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Guðjón Pétur þarf vart að kynna fótboltaunnendum, enda unnið Íslands- og bikarmeistaratitla á sínum ferli ásamt því að vinna titla í Svíþjóð. Áður var Guðjón Pétur hjá Breiðabliki og var viðskilnaður hans við félagið góður og er Guðjón gríðarlega spenntur fyrir því […]
Gary Martin framlengir við ÍBV til þriggja ára

Gary Martin hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og verður hjá félaginu út tímabilið 2023. Auk þess að vera leikmaður mun Gary þjálfa hjá yngri flokkum félagsins og vera með séræfingar. ,,Mér hefur alltaf liðið vel í Vestmannaeyjum og mér líkar mjög vel við klúbbinn. Ég kom hingað til að vera þáttur af […]
Fimm stelpur valdar í úrtakshópa

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna og Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 kvenna hafa valið hópa sem taka þátt í úrtaksæfingum í næstu viku. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldursins covid-19 eiga leikmenn að mæta klæddir í sínu eigin æfingafatnaði beint í Skessuna. ÍBV á 5 fulltrúa í […]
Breki framlengir

Sóknarmaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV og verður hjá liðinu út tímabilið 2022. Breki spilaði 6 leiki í Lengjudeildinni í fyrra en hann glímdi við meiðsli framan af sumri en endaði tímabilið af krafti. Breki spilaði á sínum tíma 20 leiki í efstu deild og skoraði í þeim eitt mark. (meira…)
Sigurður Arnar framlengir

Varnarjálkurinn Sigurður Arnar Magnússon hefur framlengt við ÍBV út tímabilið 2022. Sigurður hefur spilað stóra rullu í liði ÍBV síðustu ár og er mikil ánægja hjá félaginu með áframhaldandi samstarf. Sigurður hefur leikið 65 leiki fyrir ÍBV á ferilinum hingað til og skorað í þeim 5 mörk. (meira…)
Ársrit fótboltans komið út

Út er komið ársrit fótboltans fyrir fótboltaárið 2020. Lesið með að smella hér. Blaðið er árleg útgáfa og í ár má finna fjölbreytt og áhugavert efni. Rætt er við þjálfara, leikmenn og stjórnarmenn um tímabilið sem leið, forvitnast um hvernig var að halda krakkamótin á COVID tímum, Ingó veðurguð segir frá hvernig er að eiga […]
KFS er þriðja söluhæsta félagið hjá Íslenskum getraunum

Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu […]
ÍBV fær hæstu Covid-styrki KSÍ

Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík hæsta fjárhæð 2.873.671 krónur. Stjórnin samþykkti eftirfarandi bókun í þessu sambandi: Stjórn KSÍ færir […]
Jón Jökull framlengir við ÍBV

Jón Jökull Hjaltason hefur skrifað undir árs samning við ÍBV og leikur með liðinu á næsta ári. Jón kom til ÍBV á miðju sumri eftir að hafa glímt við meiðsli en vann sig inn í liðið og lék 7 leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim tvö góð mörk. Þessi öflugi Eyjapeyi var í akademíu […]
Eiður Aron í ÍBV

“Eins og allir vita er desember mánuður fagnaðarerindis og viljum við hér með flytja ykkur eitt slíkt!” á þessum orðum hefst tilkynning frá knattspyrnuráði ÍBV. Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og er að flytja til Eyja með fjölskyldu sína. Þessi öflugi varnarmaður hóf feril sinn eins og allir vita […]