Yngvi framlengir við Hamar

Yngvi Borgþórsson hefur framlengt við knattspyrnufélagið Hamar í Hveragerði um annað ár. Í tilkynningu félaginu sem fótbolti.net greinir frá segir: “Við erum mjög ánægð með störf Yngva hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn.” Hamar lék í 4. deildinni í sumar og endaði í 7. sæti, […]
ÍBV í fallsæti eftir annað svekkjandi jafntefli

Karlalið ÍBV í fótbolta situr enn í fallsæti eftir annað 2-2 jafntefli gegn fram í dag. ÍBV stendur í harðri fallbaráttu við Fram og HK um það að fylgja Keflavík niður um deild. Niðurstaðan í dag var svekkjandi jafntefli eftir hetjulega baráttu heimamanna sem þó voru undir lengst af í seinnihálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði […]
Stelpurnar fallnar eftir tap fyrir Tindastól

Kvennalið ÍBV lauk 13 ára veru í efstu deild í knattspyrnu í dag þegar liðið féll eftir 7-2 tap gegn Tindastól á Sauðárkróksvelli. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi byrjað með látum því staðan var orðin 1-1 eftir tæpar þrár mínútur. Eftir það tóku stólastelpur öll völd á velinum og skoruðu sex mörk […]
Eyjakonur styrktu stöðu sína í fallbaráttunni

Eyjakonur voru í öðru sæti af fjórum í neðri hluta úrslita Bestu deildarinnar fyrir leikinn gegn Selfossi á Hásteinsvelli í gær sem þær unnu 2:1. Það var Olga Sevcova sem skoraði bæði mörkin og styrkti stöðu ÍBV verulega í baráttunni um sæti í Bestu deild að ári. ÍBV endaði í áttunda sæti deildarinnar með 18 […]
Fyrsti leikur kvennaliðsins í úrslitakeppninni fer fram í dag

Kvennalið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni á Hásteinsvelli í dag gegn Selfossi kl. 17:00. ÍBV situr í neðri hluta deildarinnar ásamt Tindastóli, Keflavík og Selfossi, þar sem ein umferð verður leikin. Tindastóll og Keflavík hafa þegar spilað einn leik í umferðinni og gerðu jafntefli. ÍBV er í öðru sæti sem stendur en aðeins […]
ÍBV sektað vegna framkomu áhorfenda

Knattspyrnufélag Íslands hefur sektað ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna ummæla áhorfenda í garð dómara á leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram þann 29. júlí sl. Í skýrslu KSÍ kemur fram að Ásgeir Viktorsson aðstoðadómari (AD1) hafi orðið fyrir hrottalegum ummælum áhorfenda og stuðningsmanna ÍBV sem höfðu komið sér fyrir […]
Bandarískur miðjumaður til liðs við stelpurnar

Hin bandaríska Telusila Vunipola hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún er miðjumaður og spilaði í háskólaboltanum fyrir Syracuse háskóla þaðan sem hún útskrifaðist í fyrra. Þessu er fyrst greint frá á mbl.is. Telusila fékk leikheimild í gær og spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna í gærkvöldi í heimaleik á móti liði Keflavíkur. […]
ÍBV mætir Víking í dag

Tveir leikir í Bestu-deild karla í knattspyrnu fara fram í dag en fyrst er það lið KA sem mætir HK á Greifavellinum á Akureyri klukkan fjögur. Þá mæta Eyjamenn toppliðinu á heimavelli Víkinga sem sitja á toppi deildarinnar með 41 stig úr 16 leikjum. Úr jafn mörgum leikjum er lið ÍBV með 17 stig sem […]
Frekari liðsstyrkur frá Írlandi

Kvennalið ÍBV hefur fengið við sig til liðs írsku knattspyrnukonuna Chloe Hennigan. Chloe er 22 ára gömul og kemur til Eyja frá írska félaginu Treaty United. Hún kom til Treaty í byrjun árs frá öðru írsku úrvalsdeildarliði, Athlone Town. Áður var hún í ungliðaliði enska félagsins Tottenham Hotspur, segir í frétt á mbl.is. ÍBV er […]
Gunnar Heiðar tekur við Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við Gunnar Heiðar Þorvaldsson um hann taki við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla út leiktíðina 2023.Frá þessu var greint á Fótbolti.net. Gunnar átti glæsilegan feril sem leikmaður í fjölda ára bæði hérlendis og erlendis. Gunnar Heiðar er frá Vestmannaeyjum þar sem hann lék með ÍBV og KFS en auk þess spilaði […]