Framboðslisti Framsóknar í Suður samþykktur

Untitled (1000 X 667 Px) (19)

Kjördæmissamband Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykkti í dag framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Örk í Hveragerði. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að listinn samanstandi af fólki með mikla reynslu auk nýrra aðila sem styrkja hóp framsóknarfólks verulega um land allt. Í fyrsta sæti er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar. Í öðru […]

Halla Hrund leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

DSC_9994

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur í yfirlýsingu ákveðið að færa sig niður í annað sæti framboðslistans Framsóknar í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi segir í yfirlýsingu að formaður sem ekki leggi ekki sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi. Sigurður Ingi býður Höllu Hrund Logadóttur velkomna í öflugan hóp Framsóknarfólks og í […]

Hvetja sveitarstjórnarfólk til að greiða fyrir gerð kjarasamninga

Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnarráðs Framsóknar í gærkvöldi: Sveitarstjórnarráð Framsóknar hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafa það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Lækkun vaxta eykur kaupmátt allra heimila. Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir […]

Fjárfestum í ungu fólki!

Á undanförnum árum hafa málefni barna verið í forgrunni hjá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra. Ásmundur hefur staðið fyrir einu mesta átaki í málefnum barna sem nokkru sinni hefur verið framkvæmt með það fyrir augum að öll börn njóti sömu réttinda til opinberrar þjónustu. Að því leyti voru samþykkt ný lög um samþættingu þjónustu í þágu […]

Eyjan græna

Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru og hafa verið mitt hjartans mál. Ég hef sem þingmaður þessa kjördæmis talað lengi fyrir því í ræðu og riti að samgöngur til og frá Vestmannaeyjum verði að vera skilvirkar. Sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fékk ég tækifæri til að efna þau loforð sem ég gaf og hef unnið sleitulaust […]

Kunnuglegt stef

Njáll Ragnarsson

Andrés Sigurðsson ræðst nokkuð harkalega að minni persónu og æru í grein sem hann fékk birta á vef eyjafrétta nú í morgun. Þar segir hann mig beita bæjarbúa blekkingum, að ég búi yfir vanþekkingu og ég og aðrir Framsóknarmenn skreytum okkur með stolnum fjöðrum. Þetta síðasta er reyndar kunnuglegt stef sem ég tel mig hafa […]

Lífæð samfélagsins

Njáll Ragnarsson

Öflugar samgöngur eru lífæð samfélagsins í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram í skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka árið 2019 þar sem mikilvægi siglinga til Landeyjahafnar eru tíundaðar. Frá því að höfnin opnaði fyrir um áratug hefur bærinn okkar tekið miklum breytingum, fjöldi ferðamanna aukist gríðarlega og mikil uppbygging átt sér stað í hvers kyns afþreyingu. Bættar samgöngur koma […]

Njáll eini Eyjamaðurinn á lista Framsóknar

Auka kjördæmisþing KSFS fór fram á Courtyard by Marriott hótel Keflavík laugardaginn 26. júní 2021 og á fjarfundi. Stjórn kjördæmasambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi lagði fram eftirfarandi framboðslista fyrir Alþingiskosningar sem fara fram 25. september 2021, listinn var samþykktur samhljóða. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppur Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ […]

Sigurður Ingi hlaut 95,7% atkvæða

Átta voru í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fór í gær. Kosið var um fimm efstu sætin. Alls voru 3121 á kjörskrá, 1165 greiddu atkvæði sem gerir 37,5% kjörsókn. Sigurður Ingi fékk samtals 95,7% gildra atkvæða. Silja Dögg Gunnarsdóttir tilkynnti á fundinum að hún myndi ekki þiggja þriðja sætið. Sigurður Ingi […]

Prófkjör Framsóknarflokksins á morgun

Prófkjör Framsóknar í Suðurkjördæmi fer fram á morgun laugardaginn 19. júní. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst á þriðjudaginn og sagði Magnea Björnsdóttir, formaður kjörstjórnar, að þátttaka hafi farið virkilega vel af stað. Enn er hægt að kjósa utankjörfundar í dag 18. júní og er kosið á Höfn, Selfossi, Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ. Kjörstaði á laugardaginn má sjá á Facebooksíðunni „Framsókn í Suðurkjördæmi“ og framsokn.is Í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.