Frístund opnar 15. ágúst með heilsdagsdögum

Frístund opnar 15. ágúst með heilsdagsdögum en að þessu sinni verða þeir fimm talsins frá 15. – 21. ágúst. Opið verður frá klukkan 7:45 til 16:30. Nauðsynlegt er að skrá börn á þessa daga og er aðeins möguleiki að sækja um heilsdagsvistun fyrir þau börn sem eru skráð í frístund skólaárið 2023-2024. Hægt er að […]

Samræmd dagatöl skóla og frístundavers

Skóladagatal var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær en um var að ræða framhald af 7. máli frá 337. fundi fræðsluráðs þann 25. nóvember 2020 og 1. máli frá 338. fundi fræðsluráðs þann 16. desember 2020. Starfshópur sem fræðsluráð skipaði á 338. fundi fræðsluráðs þann 16. desember til að vinna tillögu að fyrirkomulagi sumarlokunar og sumarleyfis […]

Óbreytt gjaldskrár stofnana fræðslumála

Gjaldskrá stofnana fræðslumála þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir GRV, gjaldskrá frístundavers og tónlistarskólans var til umræðu í á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að hækka ekki gjaldskrár fyrir þjónustu Vestmannaeyjabæjar við börn. Gjaldskrár leikskóla, matarkostnaður barna á leik- og grunnskóla, Frístundavers og Tónlistarskóla Vestmannaeyja haldast því óbreytt milli ára. (meira…)

Starfið á frístund hefur gengið vel

Umsjónarmaður frístundavers fór yfir starf vetrarins á og flutning Frístundavers úr Þórsheimili í Hamarsskóla á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Í vetur eru 10 starfsmenn við Frístundaverið, einn umsjónarmaður, tveir stuðningsfulltrúar, sex frístundaleiðbeinendur og aðstoðarmaður í eldhúsi. Í upphafi skólaárs voru 65 nemendur skráðir í Frístundaverið. Hafist var handa sl. sumar við að flytja frístundaverið […]

Skólahald frá og með 3. nóvember

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra um tak­mörk­un á skóla­starfi vegna hertra sótt­varnaaðgerða sem tek­ur gildi 3. nóv­em­ber hef­ur verið birt. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur skipulagt starfið í samræmi við nýju reglurnar og verður skólahald næstu tvær vikur með eftirfarandi hætti: Skólahald er með nokkuð eðlilegum hætti í leikskólum og á yngsta stigi. Það er því miður  einhver skerðing […]

Taka á móti börnunum úti

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna COVID-19 hafa tekið gildi frá og með deginum í dag, þ.e. 20. október, og gilda þær til 10. nóvember að öllu óbreyttu. Fjarlægðarmörk eru nú 2 metrar og reglur eru um grímunotkun ef ekki er hægt að halda þeim fjarlægðarmörkum. Leikskólar og frístundaver Vestmannaeyjabæjar hafa brugðist við þessum nýju reglum. […]

Aðeins einn fullorðinn komi með barn á frístund og sæki það

Á þriðjudaginn fer frístund af stað eftir sumarfrí og nú á nýjum stað, í Hamarskóla. Þá byrjum við að taka á móti þeim börnum sem eru á leiðinni í fyrsta bekk. “Við lifum nú við breyttar aðstæður þar sem einstaklingar sem voru gestkomandi sl. helgi hafa greinst með staðfest smit af COVID-19. 48 einstaklingar sem […]

Heitavatnslaust á frístund

Fyrir helgi fór í sundur heitavatnslögn við Þórsheimili þar sem frístund er staðsett. Sem stendur er því heitavatnslaust og enginn hiti í húsinu. Þetta staðfestir Ólafur Snorrason í samtali við Eyjafréttir. Áætlað er að HS veitur hefja viðgerð í á morgun mánudag. Þá þarf að grafa frá Þórsheimlinu að efsta botlanganum í Áshamri sem gerir […]

X