Mest lesið 2022, 6. sæti: Getur það virkilega verið satt?
Það hefð fyrir því um áramót að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fréttir ársins sem er að líða, aðsendar greinar eru vinsælt lesefni á síðunni. Grímur Gíslason var iðinn við kolann á árinu og rataði þessi pistill hans í 6. sætið: (meira…)
Stendur vinstrimeirihlutanum í Eyjum virkileg svona mikill stuggur af mér?
Það var ánægjulegt að sjá í skrifum Félaga Ragnars Óskarssonar í Eyjamiðlunum í vikunni að enn virðist honum og öðrum vinstrimönnum í Eyjum standa verulegur stuggur af mér og málflutningi mínum og enn ánægjulegra var að uppgötva að Félagi Ragnar skuli enn minnast mín í pólitískum bænum sínum. Ég las því alla grein hans með […]
Sigling á Sjálfstæðisflokknum í Eyjum!
Óhætt er að fullyrða að prófkjör Sjálfstæðismanna, til að stilla upp framboðslista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, hafi gefið flokknum byr í seglin og laðað fólk til fylgis við framboðið. Það er reyndar vel skiljanlegt og eðlilegt því að Sjálfstæðisflokkurinn er eina framboðið í Eyjum sem treysti kjósendum til að stilla frambjóðendum upp á lista sinn. Kjósendur […]
Skriðið úr skápnum
Ég væri klárlega að ljúga ef ég segði að það hefði komið mér á óvart að sjá Pál Magnússon leiða framboð H-listans fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Ég væri líka að ljúga ef að ég segði að það hafi ekki komið mér verulega á óvart þegar að Páll hringdi í mig, sem þáverandi formann kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í […]
Lýðræðisveisla í vændum
Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs nk. laugardag til að velja fulltrúa á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Öllum kjósendum, sem hyggjast styðja D-listann í komandi kosningum, er þar boðið að velja fulltrúa sem skipa munu framboðslista Sjálfstæðisflokksins í vor. Valið er því alfarið í höndum kjósenda sem hlýtur að vera gagnsæjasta og lýðræðislegasta aðferðin sem í […]
Pælt í frænkunum Ef og Hefði
Það er dulítið skemmtilegt að spá stundum í frænkurnar Ef og Hefði. Þær geta sýnt svo margar myndir og niðurstaðan af pælingum um þær er alltaf örlítið óræð. Ef til vill er sú niðurstaða sem kemur út úr pælingunum rétt og ef til vill er hún röng. Enginn veit hina réttu niðurstöðu varðandi Ef og […]
Bláköld lygi í bæjarstjórn
Bæjarstjórnarfundur í beinni er ágætis afþreying og það væri fínt fyrir íbúa í Eyjum að gefa sér tíma til að fylgjast með umræðum þar og vera þannig vel upplýst um það sem þar á sér stað. Ég fylgdist með slíkri útsendingu í síðustu viku og ég neita því ekki að ýmislegt kom mér þá talsvert […]
Getur það virkilega verið satt?
Það er skrýtin tík þessi pólitík, sagði kerlingin forðum daga og það má alveg taka undir þau orð að ýmislegt getur verið undarlegt við þá tík ekki síður en tíkina sem elltist við skottið á sjálfri sér hring eftir hring og nær því aldrei, sama hve lengi er hlaupið. Ein birtingarmynd þess hve skrítin tíkin […]
Gagnrýni, Varðhundar og sannir leiðtogar
Gagnrýni er nauðsynleg til að lýðræðið virki. Valdhafar hverju sinni þurfa aðhald, gagnrýni og eftirlit með störfum sínum því enginn er svo fullkominn að hann verðskuldi ekki gagnrýni á störf sín, ákvarðanir og gjörðir. Beinskeytt gagnrýni er því hreinlega nauðsynleg, því flestum er sem betur fer ljóst hver þróun mála verður þar sem gagnrýni er […]
Jafnvel dýralæknar sáu þetta ekki fyrir
Eins og fram kom í fyrri grein minni verður ekki annað séð en að fjárhagsleg staða Herjófs ohf hafi verið góð í lok árs 2019 en samkvæmt skrifum forstjóra Vegagerðarinnar var fyrirtækið komið í þrot á árinu 2020. Illa trúi ég því að stjórnendur Herjólfs ohf hafi misst svo þráðinn í rekstrinum í upphafi árs […]