Loðnuleit haldið áfram

Nú um helgina var haldið aftur til mælinga á stærð loðnustofnsins á uppsjávarveiðskipunum Ásgrími Halldórssyni SF og Polar Amaroq. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknastofnunnar Líkt og í fyrri mælingum eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar í hvoru skipi. Bjarni Ólafsson AK er jafnframt með í verkefninu með það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að […]
Fréttir af loðnu á stóru svæði eystra

Þrjú skip voru send frá Austfjörðum síðdegis í gær á Seyðisfjarðardýpi til að leita loðnu eftir að þær fréttir bárust frá togurum að þar væri talsvert af loðnu á ferðinni. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is Hafrannsóknastofnun bað áhöfn Víkings, sem var þá á leið til löndunar á Vopnafirði, að fara yfir svæðið […]
Loðnan finnst, hún er þarna

Veruleg vonbrigði eru meðal loðnuútgerða yfir að ekki hafi fundist næg loðna til að Hafrannsóknastofnun sjái ástæðu til að auka útgefna ráðgjöf fyrir loðnu í kjölfar loðnuleiðangurs fimm skipa sem lauk á mánudag. Ráðgjöf stofnunarinnar stendur því óbreytt í 22 þúsund tonnum og bendir allt til þess að aflamark í loðnu verði veitt erlendum skipum […]
Óbreytt loðnuráðgjöf

Loðnuleiðangri 5 skipa lauk nú um helgina. Hafís náði yfir stóran hluta rannsóknasvæðis og sýnt þykir að mun minna magn mældist af loðnu en í desember síðastliðinn. Verið er að vinna úr gögnum og stofnmat liggur ekki fyrir en engu að síður er orðið ljóst að ekki verði breyting á ráðgjöf sem byggði á mælingu […]
Loðnumælingu lokið

Lokið er leiðangri fimm skipa með það að markmiði að mæla stærð hrygningarstofns loðnu. Skipin hafa haldið til heimahafna. Loðna fannst með landgrunnskantinum norðan Íslands allt austur að Langanesdýpi. Ekkert var að sjá á grunnum né með kantinum austan lands. Að megninu til fékkst hrygningarloðna í togsýnum. Niðurstöður mælinganna munu liggja fyrir í vikunni. Hafís […]
Loðnuleit heldur áfram

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðu loðnuleitar. Vísaði ráðherra til þess í gær fóru bæði rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar ásamt þremur uppsjávarskipum til mælinga á loðnustofninum. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun hefja mælingar út af Vestfjörðum en rs. Bjarni Sæmundsson mun leita og mæla á grunnslóð út af Norðurlandi. […]
Loðnumælingar hefjast 4. janúar

Áætlað er að halda til loðnumælinga 4. janúar eða eins snemma og veður leyfir. Mælingarnar verða framkvæmdar á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni ásamt loðnuveiðiskipunum Ásgrími Halldórssyni SF, Aðalsteini Jónssyni SU og grænlenska skipinu Polar Amaroq. Um borð í öllum skipunum verða þrír starfsmenn Hafrannsóknastofnunar við að vakta bergmálstæki og vinna úr sýnum. Áætlað […]
Aukaframlag til loðnuleitar

Hafrannsóknastofnun mun fá 120 milljón króna aukaframlag samkvæmt breytingartillögum fyrir 3. umræðu fjárlaga næsta árs til rannsókna og leitar að loðnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í gær með fulltrúum stofnunarinnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um fyrirkomulag loðnuleitar á næstu vikum og mánuðum. Samstaða er um að leitin verði eins umfangsmikil og […]
Loðnumæling leiðir til veiðiráðgjafar upp á 21.800 tonn

Niðurstöður loðnumælinga dagana 6. – 11. desember 2020 liggja nú fyrir. Mælingarnar voru gerðar á uppsjávarveiðiskipunum Kap VE, Jónu Eðvaldsdóttur SF, Ásgrími Halldórssyni SF og grænlenska skipinu Iivid. Mælingarnar fóru fram við ágætis skilyrði en hafís í Grænlandssundi takmarkaði yfirferð norðvestan við land. Vestan til var aðallega ungloðnu að sjá en á austari hluta yfirferðasvæðisins […]
Loðna víða en óvíst um magnið

Loðnuleit fjögurra skipa, sem hófst um helgina, er um það bil að ljúka. Hafrannsóknastofnun segir þó lítið hægt að segja á þessu stigi um niðurstöður leitarinnar. Guðmundur Óskarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við Fiskifréttir að það sé ekki fyrr en mannskapurinn og tölur séu komnar í hús og farið verði að vinna úr […]