Fylgja stelpurnar karlaliðinu í undanúrslit?

Eyja_3L2A1373

ÍBV lagði í gær Hauka öðru sinni í átta liða úrslitum, 37:31, á Ásvöllum og tryggja sér sæti í undanúrslitum hvar liðið mætir deildarmeisturum FH. Væntanlega verður fyrsti leikurinn 21. eða 22. apríl í Kaplakrika. Kvennalið ÍBV getur með sigr á ÍR í kvöld einnig tryggt sæti sitt í undanúrslitum en ÍBV vann fyrsta leik […]

Allt undir á Ásvöllum í dag

ÍBV hafði naumlega betur gegn Haukum í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum á fimmtudag, 33:31. Eyjamenn voru með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:13. Elmar Erlingsson og Petar Jokanovic voru frábærir hjá ÍBV-liðinu. Elmar skoraði 12 mörk í 15 skotum auk sex skapaðra marktækifæra. Jokanovic […]

Úrslitakeppnin af stað hjá stelpunum

Úrslitakeppnin hjá ÍBV stelpunum hefst í kvöld þegar liðin í sætum þrjú til sex mætast í útsláttarkeppni um sæti í undanúrslitum gegn liðunum í efstu tveimur sætunum. Andstæðingar ÍBV eru ÍR stelpur sem komu á óvart í vetur og höfnuðu í 5. sæti deildarinnar. ÍR liðið er skipað ungum og öflugum leikmönnum sem hafa staðið […]

Úrslitakeppnin hefst í dag

Deildarkeppninni í handbolta er lokið og við tekur úrslitakeppni hjá bæði karla og kvennaliði ÍBV. Niðurstaða beggja liða í deild var 4. sæti sem í báðum tilfellum verður að teljast viðunandi árangur. Karlaliðið hefur keppni í 8 liða úrslitum í dag þegar strákarnir frá Hauka í heimsókn sem höfnuðu í 5. sæti Olís deildarinnar. Þessi […]

Elmar Erlingsson til Þýskalands

Miðjumaðurinn ungi Elmar Erlingsson hefur samið við þýska félagið HSG Nordhorn sem leikur í næst efstu deild þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Elmar hefur staðist læknisskoðun og verður gjaldgengur með félaginu í haust þegar keppni hefst á ný. Elmar hefur leikið vel fyrir ÍBV í vetur og var á dögunum útnefndur besti […]

Olísdeildin klárast í kvöld

Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Allar viðureignir hefjast kl. 19.30. ÍBV strákarnir mæta HK í Kópavogi í kvöld. Það eru fá óvissuatriði með niðurstöðu deildarinnar fyrir kvöldið í kvöld. FH er þegar orðinn deildarmeistari, Víkingur og Selfoss eru fallin og þá er einnig ljóst hvaða átta lið taka þátt í úrslitakeppninni […]

Arnór í dönsku úrvalsdeildina

Handknattleiksmaðurinn Arnór Viðarsson hefur samið við Danska félagið Fredericia fyrir næsta tímabil. Þjálfari liðsins er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands Guðmundur Guðmundsson. Arnór hefur leikið alla sína tíð með ÍBV og var bikarmeistari með liðinu 2020 og Íslandsmeistari með liðiniu núna í fyrra. Arnór var einnigi valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja á síðasta ári. “Við hjá ÍBV erum ótrúlega […]

Síðasti heimaleikur í deild

Handbolti Birna

Kvennalið ÍBV leikur sinn síðasta heimaleik í Olísdeildinni í vetur en andstæðingar dagsins eru Frammarar. Ljóst er að litlu er að keppa hjá ÍBV liðið situr í fjórða sæti deildarinnar og breyta úrslit síðustu tveggja leikja liðsins engu um þá staðreynd. Lið Fram situr í 2.-3. sæti með jafn mörg stig á Haukar. ÍBV leikur […]

Siglir bikarinn heim í kvöld?

ÍBV og Valur mætast í úrslitum Powerade-bikarsins í dag klukkan 16:00 í Laugardalshöllinni. Í undanúrslitum unnu Eyjamenn Hauka með sex marka mun, 33-27 og Valur vann öruggan 32-26 sigur á Stjörnunni. Liðin hafa á liðnum árum háð margar spennandi úrslitarimmur en þó aldrei mæst í úrslitaleik í bikarkeppninni. Það verður að teljast merkilegt í ljósi […]

Bikarúrslitaleikur í kvöld

Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem leika til úrslita í bikarnum um helgina en ÍBV á fleirri fulltrúa í höllinni um helginan. Fjórði flokkur kvenna ÍBV mætir Stjörnunni í kvöld kl. 20:00 í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll. Stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með góður sigri á Valsstúlkum 28-26 í Vestmannaeyjum í leik þar sem Agnes […]