Strákarnir lokið leik
FH leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Íslandsmeistarar síðasta árs, ÍBV, eru úr leik. FH vann öruggan sigur á ÍBV í uppgjöri liðanna í fimmta og síðasta leik þeirra í Kaplakrika í gærkvöldi, 34:27, að viðstöddum 2.200 áhorfendum í stórkostlegri stemningu. Deildarmeistarar FH byrjuðu betur í kvöld og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. […]
Stelpurnar komnar í sumarfrí
Nú er ljóst að kvennalið ÍBV í handbolta er komið í sumarfrí eftir að hafa tapað í þrígang fyrir Val í undanúrslitum. Þriðji og síðasti leikurinn fór fram í kvöld á Hlíðarenda og lauk 30:22. Enn liggur ekki fyrir hvort andstæðingur Vals verði Haukar eða Fram. Hugsanlega skýrist það á morgun þegar Framarar og Haukar […]
ÍBV dagur á 1. maí
Það verður nóg um að vera hjá ÍBV þann 1. maí. Þá fara fram sex keppnisleikir í Vestmannaeyjum í handbolta og fótbolta, leiktíma má sjá hér að neðan. Þórsvöllur 4.fl kvk kl 11:00 ÍBV1-Valur kl 12:30 ÍBV2-Valur Íþróttamiðstöðin 4.flokkur kk. kl: 12:00 ÍBV2-Grótta2 kl 13:30 ÍBV1-Haukar Hásteinsvöllur Meistaraflokkur kvenna kl 14:00 ÍBV-Afturelding Mjólkurbikarinn Pylsur, gos […]
Elmar frábær í góðum sigri
ÍBV sigraði FH í kvöld í þriðja leik liðana í undanúrslitum í Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að leiða með einu marki allan leikhlutan sem lauk með því að ÍBV gekk til búningsklefa með eins marks forskot. ÍBV hóf síðari hálfleik af miklum krafti og komst […]
Sigur eða sumarfrí
Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handkattleik heldur áfram í kvöld þegar FH og ÍBV mætast í þriðja sinn í undanúrslitum. Að þessu sinni verður leikið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks klukkan 18.30. FH-ingar hafa unnið tvo sannfærandi sigra á ÍBV, Íslandsmeisturum síðasta árs, fram til þessa, 36:31 í Kaplakrika fyrir viku og 36:28 […]
Sund, saga og íþróttir á sumardaginn fyrsta
Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Við viljum einnig vekja athygli á að nóg er um að vera í íþróttalífinu þennan dag. Meistarflokkur […]
Undanúrslitin hjá stelpunum að hefjast
Undanúrslit í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefjast í dag klukkan 18:00 með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni við Hlíðarenda. Ljóst er að verkefnið verður krefjandi fyrir Eyjastelpur en lið Valst er ógnar sterkt. Liðin mættust þrívegis í deildinni í vetur og er skemmst frá því að segja að Valur bar sigur úr […]
Rútuferðir í Kaplakrika
Undanúrslitarimman hjá karlaliði ÍBV gegn FH hefst á sunnudag klukkan 17:00. Boðið verður upp á hópferð á leikinn í samstarfi við Ísfélag og Herjólf. Þeir sem vilja skrá sig getað gert það hér: https://forms.gle/i3crDny5ihusDrWUA Farið verður með 12:00 ferðinni upp á land á sunnudag. (meira…)
Hákon Daði framlengir hjá Hagen
Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sagði frá því í gærkvöldi á Facebook að hann hafði skrifað undir þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen á dögunum. Greint er frá þessu á vefnum handbolti.is. Hann hefur leikið með liðinu síðan í lok september á samningi sem gildir út leiktíðina. Hákon Daði sagði við handbolta.is í byrjun mars að […]
Petar Framlengir
Markvörðurinn Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Petar hefur verið einn af lykilmönnum síðustu ár og meðal annars verið bikarmeistari og nú síðast Íslandsmeistri með ÍBV. (meira…)