Skulu upplýsa um launakjör framkvæmdastjóra
Í lok september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli er varðar ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra félagsins og útgerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögnin féllu undir 1. málsl. 1. mgr. […]
September betri en í fyrra
„Í september flutti Herjólfur 35.836 farþega sem eru 7% fleiri farþegar en fluttir voru í september í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegafjölda ferjunnar í síðasta mánuði. Í september í fyrra voru farþegarnir 33.393 talsins. Hann segir jafnframt að fyrstu níu mánuði ársins hafi Herjólfur flutt 380.429 farþega […]
Met ágústmánuður í farþegaflutningum
„Herjólfur flutti 87.077 farþega í ágúst og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í ágústmánuði.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir. Farþegafjöldi Herjólfs fyrstu átta mánuði ársins er því kominn í 344.715 farþega, sem er 2,3% færri farþegar en fyrstu átta mánuðina 2023. Að sögn Harðar voru öflugir flutningar um […]
Nýtt skipulag við Herjólf
Nýtt skipulag við ferjubryggju var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri lagði fram drög að skipulagi á stæðum fyrir fraktflutninga, rútur og biðlista fyrir farþega Herjólfs þar sem áður var Skildingavegur 4. Ráðið þakkar í niðuststöðu sinni fyrir kynninguna og felur hafnarstjóra að vinna skipulagið áfram í samráði við helstu […]
Forsala á Þjóðhátíð að hefjast
Í dag klukkan 9:00 hefst forsala á Þjóðhátíðina og um leið opnar Herjólfur fyrir bókanir daganna 1.-6.ágúst nk. á www.herjolfur.is og www.dalurinn.is. Siglingaáætlun Herjólfs yfir Verslunarmannahelgina má sjá hér https://herjolfur.is/aaetlun. Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að ÍBV hafi frá árinu 2011 keypt miða af rekstraraðilum Herjólfs í ákveðið hlutfall í skilgreindar ferðir á þessu […]
Féll útbyrðis af léttabát Herjólfs
Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Herjólfur var þá á leið úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja og var ferðin notuð til að æfa notkun léttabátsins. Björgunarskipið Þór var kallað út á hæsta forgangi og hélt úr höfn í […]
Kanna dýpið og Álfsnes á leiðinni
Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í hádeginu í dag og gert er ráð fyrir að fá niðurstöður mælinga fljótlega eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í morgunn. Þar kemur einnig fram að Álfsnes er nú á leið til Landeyjahafnar og er útlit til dýpkunar gott […]
Fella niður ferðir í dag og fyrramálið
Tekin hefur verið ákvörðun að fella niður ferð Herjólfs seinnipartinn í dag sem og fyrri ferð á laugardag vegna hvassviðris og ölduhæðar. Farþegar sem áttu bókað í umræddar ferðir eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs, þ.e. Föstudag frá Vestmannaeyjum kl 16:00 og frá Þorlákshöfn kl 19:45 og Laugardag frá Vestmannaeyjum kl 07:00 […]
Breytt áætlun Herjólfs til 01.04.2024
Herjólfur hefur gefið út breytta áætlun þegar siglt er til Þorlákshafnar og gildir sú áætlun til 01.04.2024. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 (áður ferð kl. 17:00) Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45 (áður ferð kl. 20:45) Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja […]
Brotið rör hjá Álfsnesinu
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni brotnaði rör hjá Álfsnesinu í nótt og er skipið því farið ti Þorlákshafnar til viðgerðar. Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu í Landeyjahöfn hefur gengið illa að dýpka síðan dýpið var mælt laugardaginn sl. og staðan því lítið breyst. Því liggur fyrir að áfram þarf að sigla á háflóðum til Landeyjahafnar ef mögulegt […]