Skulu upplýsa um launakjör framkvæmdastjóra

hog_herj_21

Í lok september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli er varðar ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum fram­kvæmda­stjóra félagsins og út­gerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögn­in féllu undir 1. málsl. 1. mgr. […]

September betri en í fyrra

farthega_opf

„Í september flutti Herjólfur 35.836 farþega sem eru 7% fleiri farþegar en fluttir voru í september í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegafjölda ferjunnar í síðasta mánuði. Í september í fyrra voru farþegarnir 33.393 talsins. Hann segir jafnframt að fyrstu níu mánuði ársins hafi Herjólfur flutt 380.429 farþega […]

Met ágústmánuður í farþegaflutningum

„Herjólfur flutti 87.077 farþega í ágúst og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í ágústmánuði.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir. Farþegafjöldi Herjólfs fyrstu átta mánuði ársins er því kominn í 344.715 farþega, sem er 2,3% færri farþegar en fyrstu átta mánuðina 2023. Að sögn Harðar voru öflugir flutningar um […]

Nýtt skipulag við Herjólf

Nýtt skipulag við ferjubryggju var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri lagði fram drög að skipulagi á stæðum fyrir fraktflutninga, rútur og biðlista fyrir farþega Herjólfs þar sem áður var Skildingavegur 4. Ráðið þakkar í niðuststöðu sinni fyrir kynninguna og felur hafnarstjóra að vinna skipulagið áfram í samráði við helstu […]

Forsala á Þjóðhátíð að hefjast

Í dag klukkan 9:00 hefst forsala á Þjóðhátíðina og um leið opnar Herjólfur fyrir bókanir daganna 1.-6.ágúst nk. á www.herjolfur.is og www.dalurinn.is. Siglingaáætlun Herjólfs yfir Verslunarmannahelgina má sjá hér https://herjolfur.is/aaetlun. Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að ÍBV hafi frá árinu 2011 keypt miða af rekstraraðilum Herjólfs í ákveðið hlutfall í skilgreindar ferðir á þessu […]

Féll útbyrðis af léttabát Herjólfs

Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Herjólfur var þá á leið úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja og var ferðin notuð til að æfa notkun léttabátsins. Björgunarskipið Þór var kallað út á hæsta forgangi og hélt úr höfn í […]

Kanna dýpið og Álfsnes á leiðinni

Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í hádeginu í dag og gert er ráð fyrir að fá niðurstöður mælinga fljótlega eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í morgunn. Þar kemur einnig fram að Álfsnes er nú á leið til Landeyjahafnar og er útlit til dýpkunar gott […]

Fella niður ferðir í dag og fyrramálið

Tekin hefur verið ákvörðun að fella niður ferð Herjólfs seinnipartinn í dag sem og fyrri ferð á laugardag vegna hvassviðris og ölduhæðar. Farþegar sem áttu bókað í umræddar ferðir eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs, þ.e. Föstudag frá Vestmannaeyjum kl 16:00 og frá Þorlákshöfn kl 19:45 og Laugardag frá Vestmannaeyjum kl 07:00 […]

Breytt áætlun Herjólfs til 01.04.2024

Herjólfur hefur gefið út breytta áætlun þegar siglt er til Þorlákshafnar og gildir sú áætlun til 01.04.2024. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 (áður ferð kl. 17:00) Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45 (áður ferð kl. 20:45) Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja […]

Brotið rör hjá Álfsnesinu

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni brotnaði rör hjá Álfsnesinu í nótt og er skipið því farið ti Þorlákshafnar til viðgerðar. Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu í Landeyjahöfn hefur gengið illa að dýpka síðan dýpið var mælt laugardaginn sl. og staðan því lítið breyst. Því liggur fyrir að áfram þarf að sigla á háflóðum til Landeyjahafnar ef mögulegt […]