Vetraráætlun tekur gildi 1. september

Næstkomandi miðvikudag 1.september hefst vetraráætlun Herjólfs. Herjólfur kemur til með að sigla samkvæmt henni þar til annað verður tilkynnt. Áætlunin er sem hér segir : Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 16:00, 18:30 og 21:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 17:15, 19:45 og 22:15. Strætó kemur til með að fylgja ferðum kl. […]
Nýr Herjólfur stórbætir nýtingu á Landeyjahöfn

Nýting nýja Herjólfs á Landeyjahöfn síðasta vetur var um 90 prósent, ef með eru taldir dagar þar sem siglt er hálfan daginn. Þetta er svipuð nýtni og var gert ráð fyrir þegar höfnin var byggð. Nýi Herjólfur hefur siglt til Landeyjahafnar í 73 prósentum tilvika frá því hann byrjaði siglingar í ágúst 2019. Fyrirrennari hans, […]
15 smitaðir um borð í Herjólfi

Fimmtán erlendir ferðamenn sem um borð voru í Herjólfi í gær greindust allir smitaðir af Covid-19. Ferðamennirnir fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku er komið var í Heimaey. Frá þessu er greint á mbl.is. „Það voru farþegar í gær sem voru að ferðast frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja sem fengu símtal eftir að þeir komu til eyja […]
Fólk með flensueinkenni beðið að ferðast ekki með Herjólfi

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu langar okkur að biðla til fólks sem sýnir flensueinkenni eða er að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku að vera ekki að ferðast með ferjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út rétt í þessu. Þar kemur einnig fram að ef fólk þarf nauðsynlega að […]
Herjólfur III til sölu

Vegagerðin hefur sett Herjólf III á sölu á erlendri skipasölusíðu. Herjólfur III er smíðaður í Noregi 1992 og hefur þjónað samgöngum milli lands og Eyja síðan þá þar til nýr Herjólfur tók við árið 2019. Uppset verð fyrir skipið er 4,5 milljónir Evra sem gerir tæpar 660 milljónir íslenskra króna. (meira…)
Aldrei fleiri farþegar ferðast með Herjólfi

Umræða um samgöngumál var meðal þess sem fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Þar kom fram að farþegaflutningar með Herjólfi hafa verið góðir það sem af er árinu 2021. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur Herjólfur flutt alls 137.785 farþega. Aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með Herjólfi fyrstu 6 mánuði ársins. Næst þessum farþegarfjölda var […]
Óhapp við ekjubrú Herjólfs

Í morgun átti sér stað óhapp við ekjubrú Herjólfs í Vestmannaeyjum þegar glussaslanga í tjakki gaf sig með þeim afleiðingum að brúin var óökufær. Samkvæmt tilkynningu frá Herjólfi hefur vinna við viðgerðir staðið yfir og stefnt á að sigla óskerta áætlun í dag. “Ljóst er að töf verður á brottförum til þess að byrja með […]
Dýpkun hefur gengið vel

Dýpi í Landeyjahöfn hefur verið til vandræða síðustu vikur. Ítrekað hefur þurft að fella niður ferðir Herjólfs og sigla eftir flóðatöflu það sem af er ári. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfesti í samtali við Eyjafréttir að vel hefði gengið að dýpka síðustu vikuna og dýpið væri komið í eðlilegt horf. „Byrjað var að dýpka […]
Heimasíða Herjólfs réð ekki við álagið

Klukkan níu í morgun hófst almenn sala í ferðir vikuna 7-13. júní nk. þegar TM mótið er haldið í Vestmannaeyjum. Fram kemur í tilkynningu á facebook síðu Herjólfs að ljóst sé að meiri traffík er á TM mótið í sumar en hefur verið undanfarin ár sem olli því að heimasíðan réð ekki við álagið. Verið […]
Samningur um rekstur Herjólfs staðfestur

Bæjarstjórn fjallaði á fundi sínum á fimmtudag um þjónustusamning ríkisins við Vestmannaeyjabæ um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar sem undirritaður var af Vegagerðinni og Vestmannaeyjabæ þann 8. febrúar sl, og staðfestur hefur verið af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samningurinn gildir til 1. október 2023. Samningurinn var kynntur fyrir bæjarfulltrúum í byrjun febrúar. […]