Hlynur langhlaupari ársins í annað sinn

Vestmannaeyjahlaup

Andrea Kolbeinsdóttir og Hlynur Andrésson eru langhlauparar ársins 2021 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í þrettánda skiptið í dag sunnudaginn, 13. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Þorbergur Ingi Jónsson og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Í þriðja sæti lentu Arnar Pétursson og Íris Anna Skúladóttir. Hlynur Andrésson hlýtur þennan titil í annað skiptið. Kosið var á […]

Hlynur endurheimtir Íslandsmet

Vestmannaeyjahlaup

Það er nóg um að vera hjá fljótustu hlaupurum landsins. Hlynur Andrésson bætti í gær Íslandsmetið í 5000 m hlaupi en aðeins er vika síðan Baldvin Þór Magnússon bætti þá vikugamalt met Hlyns. Hlynur keppti í dag á Flanders Cup í Belgíu. Hann hljóp á 13:41,06 mínútum og bætti með Baldvins um 3,94 sekúndur.  Hlynur […]

Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Hlynur Andrésson bætti í gær eigið Íslandsmet í 10.000 m brautarhlaupi í Birmingham á Englandi. Hann hljóp á tímanum 28:36,80 mín. Hlynur bætti eigið Íslandsmet sitt frá 19. september í fyrra um 19 sek. Fyrra Íslandsmet Hlyns í greininni var 28:55,47 mín. Hann er eini Íslendingurinn sem hlaupið hefur 10.000 brautarhlaup undir 29 mínútum. (meira…)

Reyn­ir við ólymp­íulág­markið í fyrstu til­raun

Vestmannaeyjahlaup

Hlyn­ur Andrés­son lang­hlaup­ari frá Vest­manna­eyj­um mun hlaupa sitt fyrsta heila maraþon á æv­inni um næstu helgi og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst­ur því þar ætl­ar hann jafn­framt að reyna við lág­markið til að vinna sér inn keppn­is­rétt á Ólymp­íu­leik­un­um í Tókýó í sum­ar. Maraþonið verður hlaupið í Bern í Sviss á […]

Hlynur Andrésson langhlaupari ársins 2020

Vestmannaeyjahlaup

Hlynur Andrésson (344 stig) og Rannveig Oddsdóttir (285 stig) eru langhlauparar ársins 2020 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Hlaup.is í samvinnu við Sportís og Hoka stendur nú fyrir vali á langhlaupurum ársins í þrettánda skipti. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn, í gær, laugardaginn 13. febrúar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal. Í öðru sæti […]

Hlynur bætti fimm ára gamalt Íslandsmet

Hlyn­ur Andrés­son setti nýtt Íslands­met á HM í hálf maraþoni í Gdynia í Póllandi í dag. Hlyn­ur kom í mark á tím­an­um 1:02:48 klukku­stund­um og bætti þar með fimm ára gamalt Íslands­met Kára Steins Karls­son­ar um rúm­lega tvær mín­út­ur. Hlyn­ur hafnaði í 52. sæti af 117 kepp­end­um. Hálfmaraþon er ekki aðal vegalengd Hlyns sem hefur […]

Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Vestmannaeyjahlaup

Hlynur Andrésson bætti í gær eigið met í 10.000 metra hlaupi á braut. Metið setti hann á hollenska meistaramótinu. Frá þessu er greint í frétt á vef Frjálsíþróttasambands Íslands. Hlynur kom í mark á 28:55,47 mínútum og bætti eigið met um tæpa hálfa mínútu. Fyrra met Hlyns var 29:20,92 mínútur frá árinu 2018. Hlynur fékk […]

Hlynur setti brautarmet í frábæru Vestmannaeyjahlaupi

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í dag við topp aðstæður í frábæru veðri. Þátttakendur voru 130 í tveimur vegalengdum. Tvö brautarmet voru slegin í dag Ásbjörg Ósk Snorradóttir setti nýtt met í 5 kílómetrahlaupi kvenna en mesta athygli vakti þegar heima maðurinn Hlynur Andrésson sló 7 ára gamalt brautarmet Kára Steins Karlssonar en hann hljóp kílómetrana tíu […]

Sigursælir langhlauparar keppa í Eyjum

Tveir bestu langhlauparar Íslands Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Kári Steinn hefur tekið þátt í hlaupinu frá upphafi en Kári á Íslandsmet í hálfu og heilu maraþoni. Hlynur Andrésson hefur verið áberandi í hlaupafréttum síðustu ár og hefur átt góðu gengi að fagna en langt er síðan Hlynur keppti í […]

Enn bætir Hlynur við Íslandsmeti

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi á móti í Hollandi í gær. Hann hljóp á 8 mínútum, tveimur sekúndum og 60 sekúndubrotum og lenti í öðru sæti í hlaupinu. Hann var aðeins 90 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum Stan Niesten. Hlynur bætti Íslandsmet Jóns Diðrikssonar frá 1983 í síðasta mánuði en þá hljóp […]