Andrea Kolbeinsdóttir og Hlynur Andrésson eru langhlauparar ársins 2021 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í þrettánda skiptið í dag sunnudaginn, 13. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Þorbergur Ingi Jónsson og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Í þriðja sæti lentu Arnar Pétursson og Íris Anna Skúladóttir.
Hlynur Andrésson hlýtur þennan titil í annað skiptið. Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki. Niðurstöður kosningarinnar eru eftirfarandi:
Röð | Nafn |
1 | Hlynur Andrésson |
2 | Þorbergur Ingi Jónsson |
3 | Arnar Pétursson |
4 | Þorsteinn Roy Jóhannsson |
5 | Þórólfur Ingi Þórsson |
6 | Baldvin Þór Magnússon |
Hlaup.is ræddi við Hlyn sem er staddur á Ítalíu í gegnum Zoom. Hlynur Andrésson er fluttur til Ítalíu frá Hollandi og æfir það undir leiðsögn eins frægasta og besta langhlaupara Ítalu, Stefano Baldini, en hann vann Ólympíugull í maraþoni 2004. Hann er með góða æfingafélaga, en æfir sérstaklega með ítalska metahafanum í 10 km hlaupi. Hlynur stefnir á Ólympíulagmark fyrir næstu Ólympíuleika sem þýðir að líklega þarf hann að fara undir 2:10. Fyrsta tilraun að þessu lágmarki verður vorið 2023.
Núna er fókusinn á 10 km götuhlaup, en hann stefnir á EM lágmark í því, sem þýðir að hann þarf að ná 28:15 og þar með bæta sig um 20 sekúndur. EM er í lok ágúst og að því loknu er stefnan sett á HM í hálfu maraþoni. Hlynur sagði frá ýmsu öðru skemmtilegu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst