Eyjakrakkar í yngri landsliðum

Íva Brá Guðmundsdóttir og Inga Kristjánsdóttir Sigurz eru báðar við æfingar hjá U16 landsliði Íslands í fótbolta þessa dagana. Stelpurnar voru tvær af um þrjátíu stelpum sem eru nú við æfingar með liðinu. Fjórar stelpur frá ÍBV hafa verið valdar til að taka þátt í hæfileikamótun KSÍ sem er fyrir stúlkur fæddar 2007 og 2008. […]

Elísa, Harpa Valey og Sunna mæta Svíum

Stelpurnar okkar flugu í morgun með Icelandair á leið sinni til Eskiltuna í Svíþjóð. Landsliðið leikur þar gegn Svíþjóð á fimmtudaginn og hefst leikurinn kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Liðið heldur svo heim á leið á föstudaginn og mæta Serbíu á Ásvöllum á sunnudaginn. ÍBV á þrjá fulltrúa í 16 […]

Hrafnhildur Hanna hlaut háttvísisverðlaunin og Sunna var valin besti varnarmaðurinn

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Háttvísisverðlaun HDSÍ kvenna 2021 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir – ÍBV Háttvísisverðlaun HDSÍ karla […]

Ný leikjaáætlun í handboltanum

Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út leikjaáætlun fyrir Íslandsmót karla og kvenna í Olís- og Grill 66-deildum. Fyrir utan tvo leiki í Olísdeild karla sem fram fara annan sunnudag hefst keppni aftur 9. maí. Úrslitakeppnin verður skorin niður og leikjum verður fækkað. Keppni hefst aftur í Olísdeild kvenna laugardaginn 1. maí. næstu leikir ÍBV liðanna: kvenna: […]

Fjórar frá ÍBV í æfingahópi Arnars

Arnar Pétursson þjálfari A landslið kvenna hefur valið 21 manna æfingahóp vegna leikja Íslands gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á HM 2021 sem fram fer á Spáni 2. – 19. desember nk. ÍBV á fjór Fulltrúa í hópnum en það eru þær Birna Berg Haraldsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Sunna […]

Ungmenni frá ÍBV í hæfileikamótun

Hæfileikamótun HSÍ hefst á föstudaginn og stendur fram á sunnudag en þá æfa strákar og stelpur sem fædd eru 2007 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Daggar Bragadóttur auk margra aðstoðarmanna. Hæfileikamótun HSÍ er fyrsta skrefið í átt að yngri landsliðum HSÍ og þar af leiðandi mikilvægur þáttur í uppbyggingu afreksstarfs Handknattleikssambandsins, segir í […]

Eyjapeyjar í yngri landsliðum

HSÍ hefur boðað yngri landslið karla til æfingar 12.-14. mars. ÍBV á alls 10 fulltrú í þessum liðum. Þeir eru Ívar Logi Styrmisson, Arnór Viðarsson, Gauti Gunnarsson, Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson, Ívar Bessi Viðarsson, Kristján Ingi Kjartansson, Nökkvi Guðmundsson og Birkir Björnsson. Æfingarnar fara allar fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímarnir verða […]

Enginn handbolti um helgina

HSÍ hefur tilkynnt að leikjunum sem fara áttu fram á morgun hjá meistaraflokkum karla og kvenna í Vestmannaeyjum hefur báðum verið frestað. Nýir leiktímar eru eftirfarandi: ÍBV – KA (Olís deild karla) Mánudaginn 15.febrúar kl.18:00 ÍBV – HK (Olís deild kvenna) Þriðjudaginn 16.febrúar kl.18:00 Sömuleiðis hefur leik 3.flokks kvenna sem fara átti fram hér í […]

Harpa Valey í landsliðshópi Arnars

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn til æfinga hjá A landsliði kvenna, hópurinn hittist og æfir á höfuðborgarsvæðinu 17.  – 21. febrúar nk. Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er 19. – 21. mars nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu. […]

ÍBV á 19 leikmenn í verkefnum á vegum HSÍ

Handball in the netting of a handball goal.

Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumar, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landsliðs kvenna. Á næstu dögum munu þjálfarar liðanna funda með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Allir fundirnir fara fram á Microsoft Teams og verða […]