Stelpurnar okkar flugu í morgun með Icelandair á leið sinni til Eskiltuna í Svíþjóð. Landsliðið leikur þar gegn Svíþjóð á fimmtudaginn og hefst leikurinn kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Liðið heldur svo heim á leið á föstudaginn og mæta Serbíu á Ásvöllum á sunnudaginn. ÍBV á þrjá fulltrúa í 16 manna hópi Arnars það eru þær Elísa Elíasdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, og Sunna Jónsdóttir, en um er að ræða fyrsta A-landslein Elísu. Auk þeirra eru Eyjakonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir á sínum stað í hópnum.
Arnar Pétursson valdi eftirfarandi 16 leikmenn til að mæta Svíþjóð á fimmtudaginn:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (30/0).
Hafdís Renötudóttir, Fram (28/1).
Aðrir leikmenn:
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (0/0).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (23/20).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (0/0).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (5/4).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (42/80).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (81/82).
Lovísa Thompson, Val (24/50).
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (31/41).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (99/209).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (3/5).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (58/43).
Thea Imani Sturludóttir, Val (45/58).
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (3/5).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (29/28).
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst