Góður starfsandi og umhyggjusamt starfsfólk

Jona Hsu

Á vef HSU er rætt  við Jónu Björgvinsdóttur. Jóna er skrifstofu- og rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hún hefur starfað hjá stofnuninni samfleytt frá árinu 2001, fyrst á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og svo HSU frá sameiningu þessara stofnana. Áhugamálin fjallgöngur, líkamsrækt og prjónaskapur „Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og gekk hérna í Barnaskólann, Gagnfræðaskólann […]

Skylt að bera grímu á HSU

Frá og með 17. júlí verður grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum á bráðamóttöku, lyflækninga- og göngudeild HSU. Öllum skjólstæðingum, heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu á deildunum. Skjólstæðingar með öndunarfæraeinkenni skulu undantekingarlaust bera grímu á öllum starfsstöðvum HSU. Þá minnum við á að mikilvægi handhreinsunar en það er einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til […]

Áskorun til HSU – Afleysingamál leikfimikennara og virknifulltrúa

Í nokkurn tíma hafa verið starfandi virknifulltrúi, sem hefur séð um og haldið vel úti félagsstarfi fyrir heimilisfólk á Hraunbúðum og þá hefur einnig verið starfandi leikfimikennari, sem hefur séð um almenna hreyfingu og leikfimi fyrir heimilisfólk.  Við í Hollvinasamtökunum höfum tekið eftir að góður rómur hefur verið gerður af starfi þessara einstaklinga og þátttaka […]

Ómögulegt að fæðast í Vestmannaeyjum?

Það þykir orðið tíðindum sæta ef börn fæðast í Vestmannaeyjum. Hægur leikur hefur verið að telja fjölda þeirra á fingrum annarrar handar sem fæðast hér á ári hverju. Það ræður mestu sú aðstaða og öryggi sem verðandi mæðrum er boðið upp á í Vestmannaeyjum. Hluti þeirra foreldra sem hafa verið svo lánsöm að getað átt í heimabyggð […]

Drífa hættir eftir farsæl ljósmæðrastörf

Í tilkynningu frá HSU kemur fram að þann 17. janúar sl. var Drífa ljósmóðir kvödd eftir farsæl 29 ár við ljósmæðrastörf í Vestmannaeyjum. Drífa tók á móti yfir 1000 börnum á sinni starfsævi og hefur stutt margar fjölskyldurnar í barneignarferlinu. Drífa flutti frá Akranesi til Vestmannaeyja árið 1994 og hóf störf við afleysingar, en kunni […]

Bætt aðgengi að heilsugæslunni

Í dag þann 1. nóvember 2023 tekur í gildi breyting á aðgengi á heilsugæslu í Vestmannaeyjum. Heilbrigðisþjónusta er í stöðugri endurskoðun og mikilvægt að horfa til framtíðar og til þarfa samfélagsins. Með skipulagsbreytingunni er markmiðið fyrst og fremst að beina erindum í réttan farveg, auka framboð bókanlegra tíma, stytta biðtíma og draga úr álagi starfsfólks. […]

Viðhorf íbúa landsbyggðarinnar til bráðaþjónustu í heimabyggð

Heilbrigðisráðuneytið birtir niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir ráðuneytið á viðhorfum fólks á landsbyggðinni til bráðaþjónustu í heimabyggð. Könnunin veitir m.a. innsýn í ólík viðhorf og væntingar fólks til þjónustunnar s.s. eftir búsetu, aldri, reynslu af bráðaþjónustu í heimabyggð og ýmsum fleiri þáttum. Niðurstöðurnar veita vísbendingar um styrkleika bráðaþjónustu í landinu og hvaða þætti hennar þarf helst […]

Fjarheilbrigðisþjónusta er byggðamál

Byggðamál snerta flesta, ef ekki alla, málaflokka ríkisins og í stefnumótandi byggðaáætlun er lögð áhersla á samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Af 44 aðgerðum byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2026 eru 32 aðgerðir á ábyrgð annarra ráðuneyta en innviðaráðuneytis og tengjast málefnasviðum þeirra. Ein af þeim er aðgerð A.5 Fjarheilbrigðisþjónusta. Markmið með þeirri aðgerð er að aðgengi […]

Tilkynning frá HSU vegna Nóróveiru

Vegna Nóróveiru smita í samfélagi okkar, biðjum við fólk vinsamlega að passa vel upp á smitvarnir með handþvotti, spritti og hugsanlega grímum. Þetta er bráðsmitandi veira sem veldur kviðverkjum, niðurgangi, uppköstum og höfuðverk, ásamt þreytu og beinverkjum. Smitgöngutími eru 1-2 dagar og sýkingin gengur yfir á ca. 2 dögum. Mikilvægt er að forðast viðkvæma einstaklinga […]

Reykjavíkurflugvöllur áfram mikilvægur í sjúkraflugi

Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær fór fram umræða um eldgos á Reykjanesskaga. Var það fyrsta mál á dagskrá fundarins. Í lok þeirrar umræðu lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi bókun: Þriðja eldgosið á Reykjanesskaga á jafnmörgum árum sýnir að nýtt gostímabil er hafið á svæðinu, sem gæti staðið öldum saman. Jarðfræðingar benda á að það […]