Reykjavíkurflugvöllur áfram mikilvægur í sjúkraflugi

Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær fór fram umræða um eldgos á Reykjanesskaga. Var það fyrsta mál á dagskrá fundarins. Í lok þeirrar umræðu lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi bókun: Þriðja eldgosið á Reykjanesskaga á jafnmörgum árum sýnir að nýtt gostímabil er hafið á svæðinu, sem gæti staðið öldum saman. Jarðfræðingar benda á að það […]

Heilbrigðiskerfið svarar ekki neyðarkalli úr Eyjum

Undirmannað er í Eyjum og álagið mikið segja yfirlæknar heilbrigðisstofnunarinnar þar í viðtali sem birtist á vef læknablaðsins í dag. Þeir óttast að enn verði þrengt að þjónustunni þar sem erfiðlega gengur að ráða lækna, bæði sem launamenn og verktaka. Annar þeirra hefur nú sagt starfi sínu lausu. „Þá var ég í vinnu eða á […]

Styrkja sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu í dreifðum byggðum

HSU007

Starfshópur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að gera tillögur um leiðir til að jafna aðgang að ýmis konar sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu hefur skilað niðurstöðum sínum. Tillögur hópsins snúa einkum að því hvernig nýta megi heimildir í lögum um Menntasjóð námsmanna til að beita tímabundnum ívilnunum við endurgreiðslu námslána, til að styrkja mönnun […]

Leggja til sjálfstæða sjúkrastofnun í Eyjum

Meðal erinda á fundi bæjarstjórnar í gær voru heilbrigðismálin, en eins og fram hefur komið opinberlega hafa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) í Vestmannaeyjum. Stofnunin rekur sjúkradeild, heilsugæslu og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum og fram kemur í fundargerð að reynslan hefur sýnt fram á mikla annmarka á því […]

Lísa lærir lækninn

„Hér sitjum við á einhverju kaffihúsi í pinkulitlum bæ í Norður Slóvakíu. Það hefði örugglega engum Íslendingi dottið í hug að koma hingað ef það hefði ekki verið fyrir þennan skóla“ segir Lísa Margrét Rúnarsdóttir sem leggur stund á læknisfræði við Jessenius læknadeildina í slóvakíska bænum Martin. Hún er dóttir Þórunnar Ragnars og Angantýs bæjarritara, […]

Kiwanis, Oddfellow og Líkn færðu HSU rausnarlega gjöf

Í dag afhentu félagasamtök í Vestmannaeyjum Heilbrigðisstofnun Suðurlands bilirubin-mæli að gjöf en það voru ljósmæður á HSU sem tóku formlega á móti gjöfinni. Mælirinn nýtist til mælingar á gulu í ungabörnum og eykur þar með öryggi og þjónustu við nýbura í Vestmannaeyjum og fjölskyldur þeirra. Það eru Kiwanis, Oddfellow og Líkn sem standa að þessari […]

Hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en ráðið ræddi stöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Bæjaryfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Bæjarráð telur að heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn HSU sýni sérstöðu stofnunarinnar í Vestmannaeyjum, m.a. vegna landfræðilegrar legu, ekki nægilegan skilning og ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi […]

Iðunn hlaut hvatningarstyrk félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Þann 12. maí, á Alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga hlaut Iðunn Dísa Jóhannesdóttir hvatningarstyrk að upphæð 500.000 kr. Styrkurinn er veittur árlega til framúrskarandi hjúkrunarfræðinga sem hafa haft áhrif á þróun hjúkrunar eða heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Styrknum er ætlað að styðja hjúkrunarfræðinga til að afla sér frekari þekkingar og/eða þjálfunar sem nýtist þeim til að þróa enn […]

Félagsráðgjafi við HSU í Vestmannaeyjum

Sólrún Erla Gunnarsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin í 50% starf félagsráðagjafa við HSU í Vestmannaeyjum. Sólrún Erla starfaði síðast hjá Vestmannaeyjabæ sem deildarstjóri öldrunarmála og þar áður á fjölskyldu og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Hún lauk námi í félagsráðgjöf frá HÍ og stundar núna diplómanám á meistarastigi í öldurnar þjónustu við sama skóla og að auki hefur […]

Hvernig má laða heilbrigðisstarfsfólk til Eyja

Þann 7. mars sl. átti bæjarráð fund með hluta af framkvæmdastjórn HSU þar sem m.a. var farið yfir mönnun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks á stofnuninni í Vestmannaeyjum. Á fundinum voru ýmsar leiðir ræddar til þess að bæta við mönnun á stofnuninni, m.a. ákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna sem heimila afslátt af námslánum til handa […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.