Sólrún Erla Gunnarsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin í 50% starf félagsráðagjafa við HSU í Vestmannaeyjum.
Sólrún Erla starfaði síðast hjá Vestmannaeyjabæ sem deildarstjóri öldrunarmála og þar áður á fjölskyldu og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Hún lauk námi í félagsráðgjöf frá HÍ og stundar núna diplómanám á meistarastigi í öldurnar þjónustu við sama skóla og að auki hefur hún lokið ýmsum námskeiðum sem tengist sviðinu. Einnig á hún og ritstýrir vefsíðunni www.aldur.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst