39 tillögur viðbragðsteymis að umbótum í bráðaþjónustu á landsvísu

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu í ágúst síðastliðnum. Hlutverk þess var að setja fram tímasetta áætlun til næstu ára um breytingar og umbætur í bráðaþjónustu um allt land. Teymið hefur nú skilað ráðherra umfjöllun sinni um umbætur með 39 tillögum um aðgerðir til skemmri og lengri tíma. „Þetta eru skýrar […]

Áramótapistill forstjóra HSU

Viðburðarríkt ár en senn á enda og við tekur nýtt ár með nýjum tækifærum. Við árslok er mér efst í huga þakklæti til alls starfsfólks fyrir samstöðu og seiglu. Þótt heimurinn hafi opnast á ný í framhaldi af heimsfaraldri blasa áfram við margvísleg verkefni og er það einlæg von mín að komandi ár færi okkur […]

Grímuskylda á starfsstöðvum HSU

Vegna veirufaraldra sem nú geisa í samfélaginu hefur verið ákveðið að takmarka tímabundið heimsóknir til sjúklinga við einn gest á heimsóknartíma. Heimsóknargestir eiga að vera með grímu meðan þeir dvelja á deildunum og mega ekki vera með einkenni frá öndunarvegi, þar á meðal flensueinkenni eða kvef. Tilgangurinn með þessum takmörkunum er að draga úr líkum […]

Líkn afhenti tvö tæki til HSU

Við hjá Kvenfélaginu Líkn viljum þakka fyrir allar þær frábæru undirtektir sem við höfum fengið við Líknarkaffinu okkar og einnig alla aðstoðina við kaffið. Án ykkar væri þetta ekki hægt. Þann 8. desember fór partur af stjórn Kvenfélagsins Líknar og afhenti tvö tæki til HSU, það voru lífsmarkamælir og eyrnaskoðunartæki. Davíð Egilsson og Guðný Bogadóttir […]

Samið um fjarheilbrigðisþjónustukerfi og samtengdan búnað

Þann 22. nóvember 2022 var undirritaður samningur við Öryggsmiðstöð Íslands um kaup á mælitækjum og leigu á hugbúnaði fyrir fjarheilbrigðisþjónustu. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu HSU Hugbúnaðurinn sem um ræðir kemur frá norsku heilbrigðistæknifyrirtæki og í honum er svokölluð stafræn heilsugátt sem sendir öll gögn í ský og gerir heilbrigðisstarfsfólki HSU kleift […]

Bólusetningar í Eyjum

Inflúensubólusetningar barna 6 mánaða til 2ja og hálfs árs. Sóttvarnarlæknir hefur útvíkkað forgangshópa sem fá inflúensubóluefni sér að kostnaðarlausu til barna á aldrinum 6 mánaða til 2,5 árs. Bólusetningar fyrir börn verða í boði fimmtudaginn 24. nóvember – bókað i síma 432-2500. Í heimsóknum í ung- og smábarnavernd á tímabilinu 1. nóvember 2022 til 31. […]

Bráðaþjónusta efld um allt land með bættum tækjabúnaði

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum utan höfuðborgarsvæðisins 113,5 milljónir króna til kaupa á tækjabúnaði sem styrkir bráðaþjónustu um allt land. Ákvörðunin er byggð á tillögu viðbragðsteymis um bráðaþjónustu. Markmiðið er að auka getu heilbrigðisstofnana til að veita bráðaþjónustu og stuðla að jafnara aðgengi að þjónustunni á landsvísu. Viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu hefur undanfarið […]

Bras og vesen að veikjast úti á landi

Sjúkrasögur úr Vestmannaeyjum: Þessari grein er ekki ætlað að kasta rýrð á fólkið í heilbrigðiskerfinu, þvert á móti því söguhetjur okkar bera því vel söguna en það er ekkert grín að vera úti á landi þegar eitthvað ber út af. Söguhetjurnar er kjarnafólk, fætt 1974 og kallar ekki allt ömmu sína þegar á móti blæs. […]

Dagdvölin fékk góða gjöf

Nokkrar góðar Oddfellow konur komu þær færandi hendi og gáfu dagdvöl Vestmannaeyja peningagjöf að verðmæti 100.000kr. Sú gjöf mun koma til með að nýtast dagdvölinni vel og þau afskaplega þakklát fyrir örlætið. (meira…)

Hand-, fót- og munnsjúkdómur í yngstu aldurshópunum

Hand-, fót- og munnsjúkdómur virðist nú vera að dreifast í yngstu aldurshópunum í Vestmannaeyjum og þá sérstaklega á leikskólaaldrinum. Þetta kemur fram í ábendingu frá Heilsugæslu Vestmannaeyja. Þetta er tiltölulega væg veirusýking sem oftast gengur yfir hjá börnum án nokkurra fylgikvilla. Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af vef Heilsuveru: Helstu einkenni Hálssærindi. Hiti. Minnkuð matarlyst. Sár […]