Stelpurnar mæta Blikum í dag

Eyjakonur mæta liði Breiðabliks í Bestu deild kvenna klukkan 14:00 í dag, sunnudaginn 20. ágúst, á Kópavogsvelli. Breiðablik situr í 2. sæti deildarinnar með 33 stig úr 16 leikjum á meðan ÍBV situr í því áttunda með 17 stig. Leikurinn verður sýndur á Besta deildin 2. (meira…)

Sísí Lára klárar tímabilið með ÍBV

ÍBV hefur á síðustu vikum borist liðsstyrkur fyrir lokakaflann í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en liðið stendur í ströngu þar, segir í frétt á heimasíðu ÍBV. Leiknar verða 18 umferðir áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming, í þeim efri eru leiknar fimm umferðir en þrjár í neðri. ÍBV er […]

Bandarískur miðjumaður til liðs við stelpurnar

Hin bandaríska Telu­sila Vunipola hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún er miðjumaður og spilaði í háskólaboltanum fyrir Syracuse háskóla þaðan sem hún útskrifaðist í fyrra. Þessu er fyrst greint frá á mbl.is. Telusila fékk leikheimild í gær og spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna í gærkvöldi í heimaleik á móti liði Keflavíkur. […]

Nökkvi Snær framlengir

Hornamaðurinn knái Nökkvi Snær Óðinsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍBV, er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. „Nökkva þekkjum við öll enda einn mesti ÍBV-ari sem um getur og eru það frábærar fréttir að hann hafi ákveðið að halda áfram að leika með ÍBV” segir í færslu á Facebook-síðu deildarinnar. (meira…)

Þrír fulltrúar ÍBV á HM í dag

U-19 ára landslið karla hefur leik á HM í Króatíu í dag. ÍBV á þrjá frábæra fulltrúa í hópnum en það eru þeir Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. „Við erum afar stolt af okkar flottu fulltrúum og óskum þeim góðs gengis á mótinu!” segir í færslu á síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Fyrsti […]

Ótrúlega góð þjónusta sem boðið er upp á

Í 17 ár hefur Margrét Rós Ingólfsdóttir staðið vaktina í áfallateymi og sálgæslu á Þjóðhátíð. Teymið er staðsett í sjúkraskýlinu ásamt lækni, hjúkrunarfræðingum og sjúkraflutningamönnum. Hvað fer fram í skýlinu? „Í skýlið koma þeir sem þurfa aðhlynningu annað hvort okkar eða heilbrigðisstarfsmanna. Snúnir ökklar, skurðir og ýmislegt annað alvarlegra kemur inn á borð læknis og […]

ÍBV mætir Víking í dag

Tveir leikir í Bestu-deild karla í knattspyrnu fara fram í dag en fyrst er það lið KA sem mætir HK á Greifavellinum á Akureyri klukkan fjögur. Þá mæta Eyjamenn toppliðinu á heimavelli Víkinga sem sitja á toppi deildarinnar með 41 stig úr 16 leikjum. Úr jafn mörgum leikjum er lið ÍBV með 17 stig sem […]

Frekari liðsstyrkur frá Írlandi

Kvennalið ÍBV hefur fengið við sig til liðs írsku knattspyrnukonuna Chloe Hennigan. Chloe er 22 ára gömul og kemur til Eyja frá írska félaginu Treaty United. Hún kom til Treaty í byrjun árs frá öðru írsku úrvalsdeildarliði, Athlone Town. Áður var hún í ungliðaliði enska félagsins Tottenham Hotspur, segir í frétt á mbl.is. ÍBV er […]

Erika Ýr gengin til liðs við ÍBV

Eyjamærin Erika Ýr Ómarsdóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV, er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. Erika leggur stund á grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands og vinnur sem flugfreyja hjá Play í sumar. „Eriku þekkja flestir og erum við mjög ánægð með að hún hafi ákveðið að taka slaginn á næsta tímabili með okkur” segir […]

Breki Óðinsson framlengir

Hinn tvítugi Eyjamaður, Breki Óðinsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍBV er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. „Breki er sterkur hornamaður, fílhraustur og með risastórt ÍBV-hjarta og við erum einstaklega ánægð með að hann hafi framlengt samning sinn við Bandalagið!” segir í færslu á Facebook-síðu deildarinnar. (meira…)