Nökkvi Már áfram hjá ÍBV

Eyjamaðurinn Nökkvi Már Nökkvason hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Nökkvi sem er 22 ára varnarmaður hefur verið á mála hjá ÍBV síðan 2017. Nökkvi á 26 leiki fyrir ÍBV í deild og bikar en hann spilaði 11 leiki í Lengjudeildinni er liðið fór upp 2021. Samhliða því að hafa spilað […]

Andri Rúnar kveður ÍBV

ÍBV og Andri Rúnar Bjarnason hafa samið um starfslok leikmannsins hjá félaginu. Andri kom til ÍBV fyrir ári síðan og lék með liðinu í Bestu deildinni þar sem hann skoraði 10 mörk. Eftir tímabilið leitaði Andri til okkar vegna breyttra aðstæðna hjá sér og gekk vel að leysa úr hans málum hjá félaginu. Þrátt fyrir […]

Stjórn ÍBV biðst afsökunar

Stjórn ÍBV biðst afsökunar á umtalaðri merkingu á tröllskessu í þrettándafagnaði í Eyjum. Skýrir verkferlar verða nú settir við undirbúning samkomunnar framvegis svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til umgjarðar fagnaðarins á þrettánda degi jóla svo ekki falli þar skuggi á eins og gerðist […]

Jón Inga skrifar undir tveggja ára samning

Eyjamaðurinn Jón Ingason hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann þarf varla að kynna fyrir Eyjamönnum sem hafa fylgst með boltanum síðustu 10 ár. Jón er á sínu 28. aldursári og lék sem miðvörður og vinstri bakvörður í sumar. Jón er frábær leikmaður og liðsmaður sem kom vel inn í lið ÍBV á liðnu ári eftir […]

Dósasöfnun í dag

Hin árlega Dósasöfnun ÍBV handbolta fer fram í dag. Handboltafólk verður á ferðina eftir kl.18:00. “Ef þið verðið ekki heima eða einhverra hluta vegna ekki er komið til ykkar að sækja dósir, vinsamlegast hafið samband við Davíð Þór s: 846-6510 eða Vilmar Þór s: 847-7567,” segir í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)

Kynjaverur, Ratleikur, Tröllagleði, Súpa og fleira á dagskránni

Dagskrá Þrettándans heldur áfram í dag Laugardagur 7. janúar 11:00-16:00 Einarsstofa Kynjaverur úr ljósmynda- og listasafni Vestmannaeyja í Einarsstofu. 11:00-14:00 Bókasafnið Ratleikur á Bókasafninu. 12:00-15:00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Tröllagleði. Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn handknattleiksdeildar ÍBV. 12:00-13:00 Sagnheimar Saga og súpa – Kjartan Másson, í samstarfi við Sævar Sævarsson útgefanda, […]

Marija Jovanovic kveður ÍBV

Marija Jovanovic og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um starfslok leikmannsins. Marija hefur leikið með kvennaliði félagsins frá upphafi tímabilsins 2021-2022. Af persónulegum ástæðum óskaði hún eftir því nú fyrir áramótin að ljúka störfum sem ÍBV samþykkti. Handknattleiksdeild ÍBV þakkar í yfirlýsingu Mariju kærlega fyrir hennar framlag hjá félaginu og óskar henni velfarnaðar í […]

Þrettándablaðið komið út

Þrettándablaðið er komið út fyrir árið 2023. Þrettándinn verður loksins haldinn með hefðbundnu sniði aftur eftir samkomutakmarkanir síðustu ára. Hægt er að skoða blaðið með því að smella hér. Í blaðinu er viðtal við handknattleikskonu ársins á Íslandi 2022, ÍBV-ara meistaraflokks karla árið 2022, viðtal við tröll og margar skemmtilegar myndir frá íþróttaárinu og gömlum Þrettándum. […]

ÍBV semur við markmann

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við hinn hvít-rússneska Pavel Miskevich. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2022-23. Pavel er 25 ára gamall markvörður og kemur til ÍBV frá spænska liðinu San Jose Lanzarote, sem leikur í næst efstu deild þar í landi. “Mikil ánægja er hjá félaginu með að samkomulagið sé í höfn og hlökkum við til að […]

FLUGELDABINGÓ ÍBV 2022

Í kvöld, miðvikudaginn 28.desember verður flugeldabingó ÍBV haldið með pompi og prakt! Bingóið á sér töluvert langa sögu og hefur fest sig í sessi sem einn af þeim viðburðum sem Eyjamenn sækja yfir jólahátíðina. Undanfarin tvö ár hefur verið leikið rafrænt og útsending send út á ÍBV TV, en núna er loksins hægt að fara […]