Mæta Kórdrengjum á Domusnovavellinum

ÍBV strákarnir leika kl. 16.00 í dag mikilvægan leik gegn Kórdrengjum á Domusnovavellinum í Breiðholti. Um miðjan dag í gær var orðið orðið uppselt á leikinn en takmarkað magn miða var í boði sökum takmarkana. Hægr verður að kaupa aðgang að leiknum á lengjudeildin.is. (meira…)

DB á leið til Svíþjóðar

Sóknarmaðurinn knái og einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV í sumar, Delaney Baie Pridham er á leið til Kristianstad í Svíþjóð og hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Sam­kvæmt heimasíðu KSÍ er hún búin að fá fé­laga­skipti yfir til Svíþjóðar og má bú­ast við því að Kristianstad muni til­kynna um komu henn­ar á næst­unni. Þessu […]

ÍBV og Afturelding mætast á Hásteinsvelli

ÍBV og Afturelding mætast í hörku leik á Hásteinsvelli í dag klukkan 14:00. Áhorfendasvæði verður skipt upp í nokkur hólf svo allir ættu að geta mætt á völlinn. Ekkert grill verður í hálfleik sökum gildandi reglna. Eyjamenn eru hvattir til að mæta í hvítu og láta í sér heyra og styðja ÍBV til sigurs! (meira…)

Opið í skransölunni

Þrátt fyrir að ekki verði haldin Þjóðhátíð í Herjólfsdal um helgina mun ÍBV halda úti skransölunni vinsælu í sjoppunum undir sviðinu. Allur ágóði sölunnar rennur til barna- og unglingastarfs ÍBV. Skransjoppan var opin í gær frá 16.00-18.00 og verður það aftur í dag, fimmtudag, á sama tíma. Opið verður einnig föstudaginn 30. júlí frá 13.00-15.00. […]

ÍBV-Tindastóll í dag á Hásteinsvelli

ÍBV stelpurnar fá Tindastól í heimsókn á Hásteinsvöll í dag klukkan 14:00. Þetta er eini leikur dagsins í 12. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar og því stefnir allt í hörku leik við krefjandi aðstæður í Eyjum í dag.   (meira…)

Lina Cardell áfram hjá ÍBV 

Handknattleikskonan Lina Cardell, sem kom til ÍBV á láni í janúar frá Savehof í Svíþjóð, hefur gert nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Lina er öflugur örvhentur hornamaður sem kom vel inn í liðið og lék frá áramótum og út tímabilið. “Við erum ánægð að hafa tryggt okkur krafta Linu áfram en það er […]

Grindvíkingar í heimsókn á Hásteinsvelli

Það verður sannkallaður stórleikur sem fer fram á Hásteinsvelli í dag klukkan 18:00, þegar ÍBV fær Grindavík í heimsókn. Liðin eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsí Max deildina. ÍBV strákarnir eru í öðru sæti með 23 stig en Grindavík er í því fjórða með 20 stig. Tveir aðrir leikir fara fram […]

Handboltastelpurnar fara til Grikklands

Rétt í þessu var að klárast dráttur í Evrópukeppnir EHF. Alls voru 50 lið í pottinum og þar á meðal Kvennalið ÍBV í EHF European Cup. Stelpurnar drógust gegn AC Paoc frá Grikklandi. Ljóst er að um verðugan andstæðing er að ræða en liðið er tvöfaldur meistari í sínu heimalandi síðustu þrjú ár. Liðið komst […]

Toppslagur hjá strákunum í dag

Karlalið ÍBV í fótbolta mætir liði Fram í dag í 12. umferð Lengjudeildarinnar á Framvellinum. Framliðið hefur haft algera yfirburði í deildinni í sumar og unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli og situr í toppsætinu með 31 stig. ÍBV er í öðru sæti með 22 stig en þar á eftir er lið Kórdrengja með […]

Ísak Andri til ÍBV

Knattspyrnulið ÍBV hefur fengið Ísak Andra Sigurgeirsson lánaðan frá Stjörnunni. Hann verður hjá liðinu út tímabilið í Lengjudeildinni. “Ekki nóg með það að Ísak sé gríðarlega efnilegur kantmaður, sem hefur spilað með U-16 Íslands, þá er hann ættaður úr Eyjum og þekkir hér vel til. Það er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði og þjálfurum með að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.