Mæta Kórdrengjum á Domusnovavellinum

ÍBV strákarnir leika kl. 16.00 í dag mikilvægan leik gegn Kórdrengjum á Domusnovavellinum í Breiðholti. Um miðjan dag í gær var orðið orðið uppselt á leikinn en takmarkað magn miða var í boði sökum takmarkana. Hægr verður að kaupa aðgang að leiknum á lengjudeildin.is. (meira…)
DB á leið til Svíþjóðar

Sóknarmaðurinn knái og einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV í sumar, Delaney Baie Pridham er á leið til Kristianstad í Svíþjóð og hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Samkvæmt heimasíðu KSÍ er hún búin að fá félagaskipti yfir til Svíþjóðar og má búast við því að Kristianstad muni tilkynna um komu hennar á næstunni. Þessu […]
ÍBV og Afturelding mætast á Hásteinsvelli

ÍBV og Afturelding mætast í hörku leik á Hásteinsvelli í dag klukkan 14:00. Áhorfendasvæði verður skipt upp í nokkur hólf svo allir ættu að geta mætt á völlinn. Ekkert grill verður í hálfleik sökum gildandi reglna. Eyjamenn eru hvattir til að mæta í hvítu og láta í sér heyra og styðja ÍBV til sigurs! (meira…)
Opið í skransölunni

Þrátt fyrir að ekki verði haldin Þjóðhátíð í Herjólfsdal um helgina mun ÍBV halda úti skransölunni vinsælu í sjoppunum undir sviðinu. Allur ágóði sölunnar rennur til barna- og unglingastarfs ÍBV. Skransjoppan var opin í gær frá 16.00-18.00 og verður það aftur í dag, fimmtudag, á sama tíma. Opið verður einnig föstudaginn 30. júlí frá 13.00-15.00. […]
ÍBV-Tindastóll í dag á Hásteinsvelli

ÍBV stelpurnar fá Tindastól í heimsókn á Hásteinsvöll í dag klukkan 14:00. Þetta er eini leikur dagsins í 12. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar og því stefnir allt í hörku leik við krefjandi aðstæður í Eyjum í dag. (meira…)
Lina Cardell áfram hjá ÍBV

Handknattleikskonan Lina Cardell, sem kom til ÍBV á láni í janúar frá Savehof í Svíþjóð, hefur gert nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Lina er öflugur örvhentur hornamaður sem kom vel inn í liðið og lék frá áramótum og út tímabilið. “Við erum ánægð að hafa tryggt okkur krafta Linu áfram en það er […]
Grindvíkingar í heimsókn á Hásteinsvelli

Það verður sannkallaður stórleikur sem fer fram á Hásteinsvelli í dag klukkan 18:00, þegar ÍBV fær Grindavík í heimsókn. Liðin eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsí Max deildina. ÍBV strákarnir eru í öðru sæti með 23 stig en Grindavík er í því fjórða með 20 stig. Tveir aðrir leikir fara fram […]
Handboltastelpurnar fara til Grikklands

Rétt í þessu var að klárast dráttur í Evrópukeppnir EHF. Alls voru 50 lið í pottinum og þar á meðal Kvennalið ÍBV í EHF European Cup. Stelpurnar drógust gegn AC Paoc frá Grikklandi. Ljóst er að um verðugan andstæðing er að ræða en liðið er tvöfaldur meistari í sínu heimalandi síðustu þrjú ár. Liðið komst […]
Toppslagur hjá strákunum í dag

Karlalið ÍBV í fótbolta mætir liði Fram í dag í 12. umferð Lengjudeildarinnar á Framvellinum. Framliðið hefur haft algera yfirburði í deildinni í sumar og unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli og situr í toppsætinu með 31 stig. ÍBV er í öðru sæti með 22 stig en þar á eftir er lið Kórdrengja með […]
Ísak Andri til ÍBV

Knattspyrnulið ÍBV hefur fengið Ísak Andra Sigurgeirsson lánaðan frá Stjörnunni. Hann verður hjá liðinu út tímabilið í Lengjudeildinni. “Ekki nóg með það að Ísak sé gríðarlega efnilegur kantmaður, sem hefur spilað með U-16 Íslands, þá er hann ættaður úr Eyjum og þekkir hér vel til. Það er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði og þjálfurum með að […]