Handknattleikskonan Lina Cardell, sem kom til ÍBV á láni í janúar frá Savehof í Svíþjóð, hefur gert nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Lina er öflugur örvhentur hornamaður sem kom vel inn í liðið og lék frá áramótum og út tímabilið. “Við erum ánægð að hafa tryggt okkur krafta Linu áfram en það er mikilvægt á þeim spennandi tímum sem eru framundan hjá félaginu,” segir í tilkynningu frá ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst