Eyjakrakkar í verkefnum hjá HSÍ

Það er nóg um að vera hjá HSÍ þessa dagana í kringum yngri landslið og handboltaskóla. Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fer fram í 26. skipti helgina 12. – 13. júní nk. en að þessu sinni er um að ræða drengi og stúlkur fædd 2008. ÍBV á eftirfarandi fulltrúa í hópnum: Stelpur: Agnes Lilja Styrmisdóttir, Klara […]

Undanúrslitin byrja í dag

ÍBV strákarnir fá Valsmenn í heimsókn í dag í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið góð skemmtun og má búast við hörku rimmu þar sem sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins er í boði. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verða miðar seldir við innganginn eins og verið hefur. (meira…)

ÍBV tekur á móti Kórdrengjum

Það stendur mikið til á Hásteinsvelli í dag þegar ÍBV og Kórdrengir mætast á Hásteinsvelli klukkan 18:00. Fírað verður upp í grillinu og kynntur verður til leiks hinn eini sanni ÍBV borgari sem vert er að smakka, það verða einnig kaldir drykkir til sölu þannig þið þurfið engar áhyggjur að hafa af kvöldmatnum. (meira…)

150 miðar seldir á ÍBV svæði í Kaplakrika

ÍBV strákarnir heimsækja FH-inga í Kaplakrika klukkan 18:00. Fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum lauk með jafntefli, 31:31, á mánudagskvöldið í Vestmannaeyjum. Það stefnir því allt í hörku leik en leikið verður til þrautar í kvöld. Ef viðureignin endar með jafntefli mun liðið sem skorað hefur fleiri mörk á útivelli fara áfram í keppni […]

Auður valin í A-landsliðið

Auður Sveinbjörnsdóttir Scehving hefur verið valin í A-landslið kvenna fyrir komandi æfingaleiki gegn Írlandi, sem leiknir verða á Laugardalsvelli 11. og 15. júní. Auður hefur leikið frábærlega á leiktíðinni fyrir ÍBV. Auður er ein þriggja markvarða í liðinu en þetta er í fyrsta skiptið sem Auður fær kallið í A-landslið kvenna. Eyjakonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir […]

Erla Rós Sigmarsdóttir til ÍBV

Erla Rós Sigmarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Erla Rós skrifað undir 1 árs samning út næsta keppnistímabil. Erlu Rós þarf ekki að kynna sérstaklega fyrir Eyjamönnum, en eins og allir vita lék hún upp alla yngri flokka með ÍBV og svo með meistaraflokki við góðan orðstír. “Hún er frábær markvörður og […]

Uppselt í hópferð norður

Það verður líf á pöllunum þegar deildarmeistarar KA/Þórs og ÍBV mætast í oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik. Boðað var til hópferðar á leikinn og er skemmst frá því að segja að uppselt er í ferðina norður. Flautað verður til leiks klukkan þrjú og leikið til þrautar. Sigurvegarinn fer áfram í úrslitaleikina við Val […]

Undanúrslita rimman heldur áfram

ÍBV stelpurnar mæta liði KA/Þórs í öðrum leik undarúrslitaeinvígisins um sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins í kvöld. ÍBV gerði sér lítið fyrir og sigraði í fyrsta leik liðanna fyrir norðan og geta með sigri í kvöld tryggt sér sigur í einvíginu. KA/Þór þarf sigur til að ná í oddaleik fyrir norðan. Með nýjum sóttvarnar reglum er […]

Síðasti heimaleikur í deild

Strákarnir í handboltanum mæta Aftureldingu í dag í síðasta heimaleik deildarkeppninnar þetta tímabilið. Um er að ræða 21. og næst síðustu umferð í Olís deild karla. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBV TV. (meira…)

Rúmlega 50 stuðningsmenn með norður

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og KA/Þórs í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta fer fram í dag kl.13:30 í KA-heimilinu Á Akureyri. ÍBV tryggði sér sæti í úrslitunum með því að leggja lið Stjörnunnar í tveimur leikjum. ÍBV hefur ákveðið að efna til hópferðar norður á sunnudag. Liðið flaug norður í morgun á samt rúmlega […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.