Það verður líf á pöllunum þegar deildarmeistarar KA/Þórs og ÍBV mætast í oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik. Boðað var til hópferðar á leikinn og er skemmst frá því að segja að uppselt er í ferðina norður. Flautað verður til leiks klukkan þrjú og leikið til þrautar. Sigurvegarinn fer áfram í úrslitaleikina við Val um Íslandsmeistaratitilinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst