Handboltinn aftur af stað

Það er komið að fyrsta leik hjá meistaraflokki karla í handbolta, fyrsti leikur liðsins í rúman mánuð. Strákarnir fara í Safamýri og mæta Fram í 16.umferð Olís-deildarinnar. Fyrir leikinn er lið ÍBV í 5.sæti með 17 stig en Fram í því 8. með 16 stig. Það eru því 2 mikilvæg stig í boði í dag. […]

ÍBV mætir Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum

Í dag fer fram fyrsti bikarleikur sumarsins en þá mætast ÍBV og Reynir Sandgerði á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarnum. Leikurinn hefst kl. 14:00 og verða áhorfendur leyfðir á leiknum. (meira…)

Guðjón Pétur Lýðsson til ÍBV

Miðjumaðurinn öflugi, Guðjón Pétur Lýðsson, hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Guðjón Pétur þarf vart að kynna fótboltaunnendum, enda unnið Íslands- og bikarmeistaratitla á sínum ferli ásamt því að vinna titla í Svíþjóð. Áður var Guðjón Pétur hjá Breiðabliki og var viðskilnaður hans við félagið góður og er Guðjón gríðarlega spenntur fyrir því […]

Hinn almenni íþróttaiðkandi er Íþróttamaður Vestmannaeyja

Það tilkynnist hér með að valnefnd hefur valið hinn almenna íþróttaiðkenda í Vestmannaeyjum, Íþróttamann Vestmannaeyja árið 2020. Æfinga- og keppnisbönn ásamt takmörkunum á æfingaferðum vegna heimsfaraldursins árið 2020 hafði mikil áhrif á alla íþróttaiðkendur. Með jákvæðu hugarfari og góðum þjálfurum voru iðkendur ungir sem aldnir mjög duglegir að æfa sína íþrótt sem best þeir gátu […]

Ásta Björt semur við Hauka

Ásta Björt Júlíusdóttir hefur gert samning við handknattleiksdeild Hauka um að leika með meistaraflokki félagsins næstu 3 árin. Ásta Björt kemur til liðs við Hauka frá ÍBV þar sem hún er uppalin og hefur leikið allan sinn feril. Frá þessu er greint á facebook síður Hauka nú í kvöld. Ásta Björt er 22 ára örvhent […]

Róbert áfram hjá ÍBV

Þó ekki meigi spila handbolta um þessar mundir þá halda forsvarsmenn ÍBV ótrauðir áfram að undirbúa næsta tímabil og sögðu frá því á facebook síðu handboltans að Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV. Róbert er á sínu fjórða tímabili hjá ÍBV en hann kom til liðs við liðið frá […]

Harpa Valey framlengir

Harpa Valey Gylfadóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Harpa nú skrifað undir nýjan 3 ára samning við félagið. Harpa er ung og mjög efnilega handknattleikskona sem hefur átt mjög góðan vetur í handboltanum. Hlutverk Hörpu Valeyjar í liði ÍBV hefur orðið stærra og stærra undanfarin ár og á yfirstandandi tímabili hefur hún […]

Færeysk skytta til ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV og Dánjal Ragnarsson hafa komist að samkomulagi og hefur Dánjal skrifað undir 3 ára samning við félagið. Hann kemur því til félagsins í sumar og leikur með liðinu í Olís-deildinni á næsta tímabili. Dánjal er fæddur árið 2001, er rétthent skytta og 194 cm á hæð. Hann kemur frá Færeyjum og er fæddur […]

Strákarnir mæta Þórsurum klukkan 15:00

Strákarnir fá Þór frá Akureyri í heimsókn í dag í Olís-deild karla! Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBV TV á Youtube. Eins og áður eru ákveðnar reglur sem HSÍ og Almannavarnir hafa gefið út og þeim þarf að fylgja í einu og öllu: • Grímuskylda er á leiknum, en þó […]

Stelpurnar mæta Gróttu og strákarnir Aftureldingu

Það var dregið í bæði sextán liða og átta liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna í handbolta í dag þar sem leikirnir í þessum tveimur umferðum fara fram á fjórum dögum í apríl. Stelpurnar mæta Gróttu á útivelli í 16 liða úrslitum en strákarnir fara í Mosfellsbæ og etja kappi við Aftureldingu. Það […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.