Dagur framlengir til tveggja ára

Dagur Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. “Dagur hefur verið lykilmaður í liðinu okkar og við erum ótrúlega ánægð með að hafa tryggt okkur krafta hans áfram í baráttunni í Olís-deildinni næstu ár. Eins og flestir vita er Dagur mjög fjölhæfur leikmaður, bæði skorari og svo er hann mjög iðinn […]

Rúnar Kárason til ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Rúnar Kárason til þriggja ára. Hann mun ganga til liðs við ÍBV eftir yfirstandandi tímabil hjá liði hans Rise-Esbjerg HH í dönsku úrvalsdeildinni. Rúnar er virkilega öflug örvhent skytta sem flestir handknattleiksáhugamenn ættu að kannast við. Hann er fæddur árið 1988, alinn upp hjá Fram í Safamýri en þar lék […]

ÍBV mætir botnliðinu með stuðningsmenn á pöllunum

Fyrsti heimaleikurinn, þar sem áhorfendur verða leyfðir eftir langt bann, verður í dag þegar ÍBV strákarnir fá botnlið ÍR-inga í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður jafnframt sýndur í beinni útsendingu á ÍBV TV. En ÍR-ingar og dómarar leiksins komu til Eyja á í gær. Eftir því sem fram kemur á facebooksíðu ÍBV þá […]

Áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar. Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstöðum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Sama máli gegnir um heilsu- og […]

Eyjapeyjar í yngri landsliðum

HSÍ hefur boðað yngri landslið karla til æfingar 12.-14. mars. ÍBV á alls 10 fulltrú í þessum liðum. Þeir eru Ívar Logi Styrmisson, Arnór Viðarsson, Gauti Gunnarsson, Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson, Ívar Bessi Viðarsson, Kristján Ingi Kjartansson, Nökkvi Guðmundsson og Birkir Björnsson. Æfingarnar fara allar fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímarnir verða […]

FH mætir til Eyja

ÍBV tekur á móti FH í dag í Olísdeild karla. FH situr í öðru sæti deildarinnar með 14 stig eftir tíu leiki en ÍBV í því fimmta með 11 stig eftir níu leiki. Leikmenn FH komu til Eyja í gær og því er ekkert til fyrirstöðu að hefja leik klukkan 13:30. Leikurinn verður í beinni […]

Mæta Aftureldingu á útivelli

Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana hjá strákunum. Eyjamenn mæta í Mosfellsbæ í kvöld liði Aftureldingar sem leikur undir stjórn Gunnars Magnússonar. Afturelding situr í öðru sæti deildarinnar en ÍBV í því sjöunda og hefur leikið einum leik færra. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst […]

Strákarnir taka á móti KA

Karlalið ÍBV mætir KA á heimavelli í dag í frestuðum leiki sem fram átti að fara í gær. ÍBV situr í sjötta sæti deildarinnar með 9 stig en KA í því áttunda með 7 stig en bæði lið hafa leikið 7 leiki. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á […]

Enginn handbolti um helgina

HSÍ hefur tilkynnt að leikjunum sem fara áttu fram á morgun hjá meistaraflokkum karla og kvenna í Vestmannaeyjum hefur báðum verið frestað. Nýir leiktímar eru eftirfarandi: ÍBV – KA (Olís deild karla) Mánudaginn 15.febrúar kl.18:00 ÍBV – HK (Olís deild kvenna) Þriðjudaginn 16.febrúar kl.18:00 Sömuleiðis hefur leik 3.flokks kvenna sem fara átti fram hér í […]

Kvenna leikurinn frestast, óvissa með morgundaginn

Leik kvennaliðsins ÍBV gegn HK sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þar sem engar siglingar voru með Herjólfi í gær. Leikurinn hefur verið færður til sunnudags og eiga því bæði karla- og kvennaliðin bókaða leiki þann dag. Báðir leikirnir eru þó háðir því að Herjólfur sigli milli lands og Eyja í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.