Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Rúnar Kárason til þriggja ára. Hann mun ganga til liðs við ÍBV eftir yfirstandandi tímabil hjá liði hans Rise-Esbjerg HH í dönsku úrvalsdeildinni.
Rúnar er virkilega öflug örvhent skytta sem flestir handknattleiksáhugamenn ættu að kannast við. Hann er fæddur árið 1988, alinn upp hjá Fram í Safamýri en þar lék hann frá unga aldri þangað til hann hélt út í atvinnumennsku árið 2009. Á erlendri grundu hefur Rúnar leikið með Fusche Berlin, Bergischer HC, Grosswalstadt, Rhein Neckar Löwen, TSV Hannover-Burgdorf og nú síðast Rise-Esbjerg HH þar sem hann leikur í dag. Rúnar hefur átt flott tímabili með danska liðinu og hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Danaveldi.
Rúnar á að baki langan landsliðsferil en hann lék 100 leiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 243 mörk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst