Rútuferðir í Kaplakrika

Undanúrslitarimman hjá karlaliði ÍBV gegn FH hefst á sunnudag klukkan 17:00. Boðið verður upp á hópferð á leikinn í samstarfi við Ísfélag og Herjólf. Þeir sem vilja skrá sig getað gert það hér: https://forms.gle/i3crDny5ihusDrWUA Farið verður með 12:00 ferðinni upp á land á sunnudag. (meira…)

Ísfélag áfram bakhjarl ÍBV

ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. undirrituðu, síðasta föstudag, samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026. Um áraraðir hefur Ísfélagið stutt ötullega við bakið á ÍBV og á næstu árum verður engin breyting þar á. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ÍBV-íþróttafélag að einn af máttarstólpum atvinnulífs Vestmannaeyja styrki félagið af slíkum myndarskap. Ísfélagið leggur […]

Ísfélag í Kauphöll – Hluthafar um 6000

„Ég vil óska ykkur til hamingju með niðurstöðu í nýafstöðnu hlutafjárútboði og líka umsjónaraðilum, Arionbanka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrir sérlega glæsilega niðurstöðu,“ sagði Magnús Harðarson, forstjóri Kaup­hallar Íslands þegar hann bauð Ísfélag hf. velkomið í Kauphöllina í morgun. Guðbjörg Matthísadóttir sem ásamt fjölskyldu er stærsti eigandi Ísfélags hringdi félagið inn í Kauphöllina á slaginu hálftíu […]

Má bjóða þér Jólasíld?

Ísfélagið gefur öllum bæjarbúum einstaka jólasíld, á meðan birgðir endast. Afhending fer fram í portinu við frystihús Ísfélagins að Strandvegi milli kl. 11 og 14 í dag laugardaginn 2. desember. (meira…)

Markaðsvirði Ísfélagsins 110 milljarðar

Nýlokið er fundi þar sem hluta­fjárút­boð Ísfé­lags­ins var kynnt. Þar kom fram mjög fjölbreytt starfsemi félagsins sem er með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu og með öflugan flota uppsjávar- og botnfiskskipa. Á fundinum fór Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri yfir rekstur Ísfélags sem stendur traustum fótum í íslenskum sjávarútvegi. Ari­on banki, ásamt Íslands­banka og Lands­bank­an­um eru […]

Framleiða hágæða vörur úr rækjuskel

Primex ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki á Siglufirði og nú dótturfélag Ísfélagsins. Það hóf framleiðslu árið 1999 með það að markmiði að nýta þá rækjuskel sem til féll hjá rækjuverksmiðjum landsins og áður hafði verið hent í sjóinn. Kítósan eru græðandi lífvirkar trefjar í vörum Primex sem unnar eru úr fjölsykrunni kítín sem má finna í […]

Eitt af fjórum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins

Þann 14. júní samþykktu hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. sameiningu við Ramma hf. og breytingu á nafni félagsins í Ísfélag hf. Nú er rekstur félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, í Þorlákshöfn og á Siglufirði. „Nýja nafnið er stutt og laggott en við munum þó auðvitað tala um Ísfélagið hér eftir sem […]

Goslokalitahlaup í boði Ísfélagsins

Í tilefni þess að 50 ár eru frá því að eldgosið á Heimaey lauk verður hlaup í boði Ísfélagsins sem allir geta tekið þátt í þann 7. júlí kl. 15:30. Rútuferðir verða í boði frá bílastæðinu austan við Fiskiðju kl. 14:45. Upphitun hefst kl. 15:15 undir stjórn Íþróttaálfsins og ræsir hann hlaupið með litasprengju kl. […]

Ísfélagið og Rammi sameinuðust í dag undir nafninu Ísfélag hf.

Á hluthafafundi Ísfélags Vestmannaeyja hf í dag samþykktu hluthafar að sameinast Ramma hf. Ísfélagið er yfirtökufélagið og munu hluthafar Ramma fá hlutabréf í Ísfélaginu. Félagið mun bera nafnið Ísfélag hf enda er nú starfsemi félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, á Siglufirði og í Þorlákshöfn. Um fjörutíu manns, hluthafar og starfsmenn, […]

Afla­hlut­deild sameinaðs félags yfir lögbundnu hámarki

Verði samruni Ramma hf. og Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf. samþykkt­ur verður hið nýja sam­einaða fé­lag með lang­mestu heim­ild­irn­ar í loðnu, alls 20,64%, sem er um­fram lög­bundið 20% há­mark. Miðað við 131.826 tonna út­hlut­un á yf­ir­stand­andi vertíð er um að ræða veiðiheim­ild­ir fyr­ir 843 tonn af loðnu. Þetta má lesa úr nýj­ustu sam­an­tekt Fiski­stofu um sam­an­lagða afla­hlut­deild […]