Að flytja vatn til Eyja í tank­skip­um al­gjör fjar­stæða

„Ástandið núna kall­ar á ýms­ar pæl­ing­ar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatns­lögn­in er löskuð og ligg­ur nærri Kletts­nefi. Aðstæðurn­ar eru afar krefj­andi,“ seg­ir Ívar Atla­son hjá HS veit­um í Vest­manna­eyj­um í samtali við morgunblaðið. Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra lýsti í gær yfir hættu­stigi í Vest­manna­eyj­um vegna skemmda á vatns­lögn­inni. Raun­veru­leg hætta er tal­in á því að hún […]

Á flótta undan uppvakningum

Myndir af veiðikofanum í Elliðaey hafa löngum vakið athygli netverja víða um heim. Gula pressan í Bretlandi virðist hafa tekið þessa athygli á æðra stig í gær því bæði The Sun og Mirror fjalla um þetta dularfulla hús, tilveru þess og reifa hinar ýmsu kenningar sem uppi eru um húsið á myndinni. Meðal kenninganna er sú hugmynd að milljónamæringur hafi […]

Álagið með því mesta sem við höfum séð

Næstu daga stefn­ir í eitt mesta kuldakast víðs vegar um landið síðan árið 2013. Út­lit fyr­ir að hita­veit­an á höfuðborg­ar­svæðinu fari að þol­mörk­um á föstu­dag og fram yfir helgi. Um 90% af hita­veitu­vatni er notað til hús­hit­un­ar og því skipt­ir afar miklu máli að fólk sé meðvitað um hvernig nýta á það sem best, seg­ir […]

Bilun í innanbæjarkerfinu

Rafmagnslaust er nú á hluta Vestmannaeyjabæjar vegna bilunar í innanbæjar kerfinu. Ívar Atlason hjá HS veitum sagði leit að biluninni í fullum gangi. “Það er brunninn strengur einhvers staðar í kerfinu við erum að beita útilokunar aðferð við að finna hvar hann er til að getað gert við þetta,” sagði Ívar Atlason í samtali við […]