Sveitaball í kvöld!
Jarl Sigurgeirsson hefur mörg járn í eldinum þessa dagana en hann og lúðrasveit hans halda stórtónleika í kvöld í tilefni 50 ára goslokaafmælis. Um er að ræða Lúðrasveitaball í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja en á svæðinu verða Lúðrasveit Vestmannaeyja, hljómsveit hússins, samkór myndaður af Karla- og Kvennakór Vestmannaeyja ásamt Kór Landakirkju, og nokkrir vel valdir gestir. Í […]
Gerum lífið einfaldara – nýtum kosningaréttinn
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum í gegnum söguna og á sterkt erindi við framtíðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill einfalda fólki lífið, draga úr ríkisafskiptum og tryggja að hið opinbera sé hvataaðili en ekki þröskuldur fyrir frjóar hugmyndir einstaklinga og atvinnulífs. Frelsi til búsetu Grunnstef Sjálfstæðisflokksins er frelsið og það í víðu samhengi, hvort sem […]
Geir Jón skriplar á skötu,
Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri […]
Göngum í takt
Ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að vinna eftir ráðgjöf sóttvarnalæknis er skiljanleg. Fyrir liggur að börnin okkar eru óbólusett, smit eru í veldisvexti og óvissan um virkni bóluefna er alger. Ákvarðanataka þarf því að einkennast af yfirvegun, skynsemi og meðalhófi. Pirringur, dapurleiki og svekkelsi eru eðlilegar tilfinningar almennings en ábyrgir aðilar hvorki geta né mega láta […]
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykktur á fjölmennum fundi
D-listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var samþykkur samhljóða í dag í Grindavík á fjölmennum fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Á annað hundrað manns tóku þátt í fundinum og var góð stemning og baráttuandi í fólki fyrir komandi þingkosningar. Frá því prófkjör flokksins fór fram 29. maí sl. hefur kjörnefnd verið að störfum við að ganga frá […]
Guðrún sigraði hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi – Jarl endaði í 6. sæti
Loka niðurstaða liggur fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Alls greiddu atkvæði 4.647 manns. Gildir seðlar voru 4.533 og auðir og ógildir 114. Í fyrsta sæti er Guðrún Hafsteinsdóttir með 2.183 atkvæði Í öðru sæti er Vilhjálmur Árnason með 2.651 atkvæði í 1. – 2. sæti. Í þriðja sæti er Ásmundur Friðriksson með 2.278 atkvæði […]
Matur
Heimurinn er á krossgötum. Með núverandi aðferðum við matvælaframleiðslu er gengið of nærri mörgum helstu auðlindum okkar. Nýtingin er ekki sjálfbær á heimsvísu. Því hefur verið spáð að á næstu 40 árum þurfi mannkynið að framleiða jafnmikið af mat og það hefur gert seinustu 8.000 árin. Á sama tíma er þekkt að matvælavinnsla er ábyrg […]
Vestmannaeyjahöfn þarf að stækka
Vestmannaeyjahöfn þarf að stækka. Hún þarf að geta tekið á móti stærri skipum og þjónustað þau með upplandi og viðeigandi innrigerð. Án stækkunar er hætt við að í nánustu framtíð verði staða hafnarinnar erfiðari en nú er. Þau áhrif munu teygja áhrif sín yfir til okkar öflu fyrirtækja og samfélagsins alls. Vestmannaeyjahöfn er ein helsta […]
Menning
Suðurkjördæmi er svo sannarlega hérað landbúnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu og svo fjölmargra frumgreina okkar góða samfélags. Við eigum gróðursælt undirlendi, ótrúlega náttúrufegurð, gott aðgengi að fiskimiðum sem og útflutningshöfnum og millilandaflugvelli. Fleira má til nefna svo sem aðgangur að orku, vinnuafli og hreinu vatni. Engum dylst miklivægi þessara hluta er kemur að byggðamálum. Það er þó […]
Jarl stefnir á 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins
Jarl Sigurgeirsson skólastjóri Tónlistaskólans í Vestmannaeyjum birti eftirfarandi tilkynningu á facebook síðus sinni í kvöld: Í dag skilaði ég inn framboði mínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á suðurlandi sem fyrirhugað er 29.maí næstkomandi. Ég er búinn að velta fyrir mér lengi þessum möguleika og fann að ég hafði löngun til að taka mitt næsta skref í […]