Karl Gauti aftur í framboð?

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir – í samtali við Vísi – að búið sé að hafa samband við hann varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Haft er eftir honum að hann íhugi það vandlega að taka sæti á lista flokksins verði honum boðið oddvitasætið. „Það […]
Helgi Ólafsson gengur til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja

Stórmeistarinn Helgi Ólafsson er genginn í Taflfélag Vestmannaeyja á ný. Frá þessu er greint í frétt á vefnum skak.is. Hjá TV steig hann sín fyrstu skref á skáksviðinu á sjöunda áratugnum. Helga þarf vart að kynna fyrir íslenskum skákmönnum en afrekslisti hans er bæði langur og glæsilegur. Helgi var, ásamt Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og […]
Karl Gauti Hjaltason formaður Taflfélags Vestmannaeyja

Aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja var haldinn í skákheimili TV 1. júní sl. Í skýrslu stjórnar kom fram að helstu póstar í starfsemi félagsins voru Skákþing Vestmannaeyja 2023 , skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vm. og þátttaka í Íslandsmóti skákfélags 2022-2023. TV sendi þrjár sex manna sveitir á Íslandsmót skákfélaga sem fram fór í Fjölnishöllinni í Grafarvogi í okt. 2022 og mars 2023 […]
Ekki allir sáttir við ráðningu nýs lögreglustjóra

„Ég sem bæjarstjóri mun auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega er skipaður til starfa hér í Eyjum hverju sinni. Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar […]
Karl Gauti Hjaltason skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. Karl Gauti lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og hlaut réttindi héraðsdómslögmanns árið 1996. Hann starfaði sem dómarafulltrúi hjá bæjarfógetum á árunum 1989 til 1992 og fulltrúi og síðar staðgengill hjá embætti sýslumannsins á Selfossi […]
Karl Gauti sækir um embætti héraðsdómara hjá Héraðsdómi Suðurlands

Þann 15. október 2021 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara, annars vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, sem skipað verður í frá 3. janúar 2022, og hins vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands, sem skipað verður í frá 28. febrúar 2022. Umsóknarfrestur rann út þann 1. nóvember […]
Birgir leiðir lista Miðflokksins, Karl Gauti hvergi sjáanlegur

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur með 93% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, leiðir listann. Í öðru sæti er Erna Bjarnadóttir og í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir. Athygli vekur að Karl Gauti Hjartarson er ekki á listanum en hann sóttist eftir því að leiða listann. Karl skipti yfir […]
Vilja ljúka fullnaðarrannsóknum um göng milli lands og Eyja

Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á jarðlögum milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Var flutt fyrir Alþingi á miðvikudag. Flutningsmaður að tillögunni er Karl Gauti Hjaltason en meðflutningsmenn eru Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Ólafur Ísleifsson, Willum Þór Þórsson. Tillagan felur í sér að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera fullnaðarrannsókn á […]
Samgöngur við Vestmannaeyjar ræddar á Alþingi

Samgöngur til Vestmannaeyja bar á góma í liðnum störfum þingsins á Alþingi í gær. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði meðal annars bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að umtalsefni. Ræðu Karls Gauta má sjá hér að neðan. Ég ætla að ræða nýlega áskorun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 15. apríl um […]
Veiðar á flugfýl og súluungum bannaðar?

Gömul hefð Fyrr á tíð tíðkaðist það á hverju heimili á stórum svæðum, sérstaklega undir Eyjafjöllum, að veiða fýlsunga til vetrarins. Þá hefur veiði á súluungum í úteyjum lengi tíðkast í Vestmannaeyjum. Súlu er að finna í þremur eyjum hér í grenndinni; í Súlnaskeri, Brandinum og Hellisey. Víða er þessum sið enn viðhaldið, hefðanna vegna […]