Fyrsti flutningurinn mikil áskorun

Gisli Geir IMG 1289 Cr

Í síðasta tölublaði Eyjafrétta var viðamikil umfjöllun um fiskeldisfyrirtækið Laxey. Gísli Geir Tómasson starfar sem tæknistjóri hjá fyrirtækinu. Við ræddum við Gísla um starfsferilinn, starfið hjá Laxey og hvað sé framundan hjá fyrirtækinu. Gísli hóf störf sem nemi í vélvirkjun hjá Skipalyftuni árið 1997 og lauk sveinsprófi í vélvirkjun við FÍV í lok árs 2002. […]

Viðlagafjara í dag

Vidlagafjara 090824 Hbh Skjask L

Matfiskaeldisstöð Laxeyjar í Viðlagafjöru er farin að taka á sig mynd. Stefnt er á að stöðin muni framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári þegar uppbyggingunni lýkur. Sjávarhiti við Vestmannaeyjar er mjög hagstæður sem er mikilvægt upp á góðan vaxtarhraða og góða afkomu rekstrarins. Stöðin mun notast við svokallað gegnumstreymiskerfi þar sem hreinum sjó […]

LAXEY lýkur 6 milljarða hlutafjárútboði með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi

default

LAXEY, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk í síðustu viku sex milljarða hlutafjáraukningu og lauk þar með fjármögnun á 4.500 tonna framleiðslu á laxi á landi, sem mun einnig innihalda seiðastöð og framleiðslu á stórseiðum. Með lokun þessarar fjármögnunarlotu hefur LAXEY alls safnað meira en 12 milljörðum króna í hlutafé. Blue […]

Landsvirkjun og Laxey gera grænan raforkusamning

Landsvirkjun og Laxey ehf. hafa gert með sér samning um sölu og kaup á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum.  Um er að ræða hátækni matvælaframleiðslu með afar lágt kolefnisspor. Verkefnið verður byggt upp í áföngum á næstu árum og nær fullri stærð2030. Afhending raforku samkvæmt samningi hefst í apríl 2026 og […]

Eftir höfðinu dansa limirnir

Hallgrímur Steinsson og Daði Pálsson eru að miklu leyti drifkrafturinn og ástæða fyrir velgengni hjá Laxey. Það er samdóma álit þeirra sem vinna sem næst þeim að þeirra samstarf virkar. Þó þeir séu ólíkir. Annar á til að hugsa mjög mikið og mjög djúpt, hinn aðeins minna en vill gera hlutina aðeins hraðar, helst byrja […]

Fulltrúar Byggðarstofnunar heimsóttu Laxey

Á vef Byggðarstofnunar kemur fram að fulltrúar fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar heimsóttu fyrir stuttu fyrirtækið Laxey ehf. í Vestmannaeyjum en félagið vinnur að uppsetningu á stórtækum rekstri á laxeldi á landi í Vestmannaeyjum. Félagið er m.a. að reisa eina fullkomnustu seiðaeldisstöð í heimi í botni Friðarhafnar og er jafnframt að byggja upp matfiskaeldi og síðar vinnslu í […]

Samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs f.h. Laxey ehf., undirrituðu í lok síðasta árs samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey. Um er að ræða samkomulag sem tekur til uppbyggingar atvinnustarfsemi um fiskeldi og tengdrar starfsemi á lóðum Viðlagafjöru I og II. Stefnt er á uppbyggingu þriggja til fjögurra eldisklasa á lóðinni […]

Guðni Th. heimsótti Eyjar

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Vestmannaeyjar sl. þriðjudag. Hann kom víða við í heimsókn sinni, ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, sem tók á móti honum. Fyrst lá leiðin í grunnskólann og í framhaldi á Kirkjugerði og Sóla þar sem forsetinn skoðaði skólana og heilsaði upp á nemendur og starfsfólk. Nemendur í 5. bekk sýndu […]

Sigurjón Óskarsson og fjölskylda Eyjafólk ársins

Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta. Eyjafólk ársins er Sigurjón Óskarsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður og fjölskylda fyrir framlag til atvinnuuppbyggingar í Vestmannaeyjum í bráðum 80 ár. Á árinu 2023 lauk útgerðar- og fiskvinnslusögu fjölskyldunnar en þá tók […]

Laxey, kafli 2. Hrognin mæta

  Þann 20. febrúar 2023 hófst uppbyggingin í Viðlagafjöru. Það má í raun segja að sá dagur sé táknrænn fyrir uppbyggingarstarf fyrirtækisins. Í þessari viku má svo segja að fyrirtækið hafi byrjað að skrifa  2. kafla.  Hrognin mæta á eyjuna og formleg eldisstarfsemi fer í gang. En hvernig virkar svo laxeldi á landi? Hér er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.