Viðlagafjara í dag

Vidlagafjara 090824 Hbh Skjask L

Matfiskaeldisstöð Laxeyjar í Viðlagafjöru er farin að taka á sig mynd. Stefnt er á að stöðin muni framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári þegar uppbyggingunni lýkur. Sjávarhiti við Vestmannaeyjar er mjög hagstæður sem er mikilvægt upp á góðan vaxtarhraða og góða afkomu rekstrarins. Stöðin mun notast við svokallað gegnumstreymiskerfi þar sem hreinum sjó […]

LAXEY lýkur 6 milljarða hlutafjárútboði með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi

default

LAXEY, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk í síðustu viku sex milljarða hlutafjáraukningu og lauk þar með fjármögnun á 4.500 tonna framleiðslu á laxi á landi, sem mun einnig innihalda seiðastöð og framleiðslu á stórseiðum. Með lokun þessarar fjármögnunarlotu hefur LAXEY alls safnað meira en 12 milljörðum króna í hlutafé. Blue […]

Landsvirkjun og Laxey gera grænan raforkusamning

Landsvirkjun og Laxey ehf. hafa gert með sér samning um sölu og kaup á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum.  Um er að ræða hátækni matvælaframleiðslu með afar lágt kolefnisspor. Verkefnið verður byggt upp í áföngum á næstu árum og nær fullri stærð2030. Afhending raforku samkvæmt samningi hefst í apríl 2026 og […]

Eftir höfðinu dansa limirnir

Hallgrímur Steinsson og Daði Pálsson eru að miklu leyti drifkrafturinn og ástæða fyrir velgengni hjá Laxey. Það er samdóma álit þeirra sem vinna sem næst þeim að þeirra samstarf virkar. Þó þeir séu ólíkir. Annar á til að hugsa mjög mikið og mjög djúpt, hinn aðeins minna en vill gera hlutina aðeins hraðar, helst byrja […]

Fulltrúar Byggðarstofnunar heimsóttu Laxey

Á vef Byggðarstofnunar kemur fram að fulltrúar fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar heimsóttu fyrir stuttu fyrirtækið Laxey ehf. í Vestmannaeyjum en félagið vinnur að uppsetningu á stórtækum rekstri á laxeldi á landi í Vestmannaeyjum. Félagið er m.a. að reisa eina fullkomnustu seiðaeldisstöð í heimi í botni Friðarhafnar og er jafnframt að byggja upp matfiskaeldi og síðar vinnslu í […]

Samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs f.h. Laxey ehf., undirrituðu í lok síðasta árs samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey. Um er að ræða samkomulag sem tekur til uppbyggingar atvinnustarfsemi um fiskeldi og tengdrar starfsemi á lóðum Viðlagafjöru I og II. Stefnt er á uppbyggingu þriggja til fjögurra eldisklasa á lóðinni […]

Guðni Th. heimsótti Eyjar

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Vestmannaeyjar sl. þriðjudag. Hann kom víða við í heimsókn sinni, ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, sem tók á móti honum. Fyrst lá leiðin í grunnskólann og í framhaldi á Kirkjugerði og Sóla þar sem forsetinn skoðaði skólana og heilsaði upp á nemendur og starfsfólk. Nemendur í 5. bekk sýndu […]

Sigurjón Óskarsson og fjölskylda Eyjafólk ársins

Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta. Eyjafólk ársins er Sigurjón Óskarsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður og fjölskylda fyrir framlag til atvinnuuppbyggingar í Vestmannaeyjum í bráðum 80 ár. Á árinu 2023 lauk útgerðar- og fiskvinnslusögu fjölskyldunnar en þá tók […]

Laxey, kafli 2. Hrognin mæta

  Þann 20. febrúar 2023 hófst uppbyggingin í Viðlagafjöru. Það má í raun segja að sá dagur sé táknrænn fyrir uppbyggingarstarf fyrirtækisins. Í þessari viku má svo segja að fyrirtækið hafi byrjað að skrifa  2. kafla.  Hrognin mæta á eyjuna og formleg eldisstarfsemi fer í gang. En hvernig virkar svo laxeldi á landi? Hér er […]

Laxey – Fyrstu hrognin komin

Í morgun komu fyrstu hrognin í seiðaeldisstöð Laxeyjar við botn Friðarhafnar. Þar með er starfsemin hafin þó í litlu magni sé. Hrognin koma frá Benchmark Genetics, áður Stofnfiskur, sem er leiðandi fyrirtæki í kynbótum, fiskeldi og framleiðslu á laxahrognum. „Fyrsti skammturinn er 315.000 hrogn  en í framtíðinni eigum við að geta tekið við allt að […]