Stór­auk­in loðnu­veiði ýt­ir und­ir efna­hags­bat­ann

Horfur eru á að hagvöxtur á árinu 2022 verði um 0,8 prósentum meiri en ella þar sem góðar líkur eru á stærstu loðnuvertíð undanfarinna tveggja áratuga. Þetta kemur fram í Korni Greiningar Íslandsbanka um áhrif loðnuvertíðar. Því blasir við að veruleg aukning verði á útflutningstekjum af loðnuafurðum á nýhöfnu fiskveiðiári. Loðnan skilaði ríflega 18 ma.kr. […]

Gleðileg loðnutíðindi en nú þarf að hyggja líka að löskuðum mörkuðum

„Fyrst og fremst er gleðilegt náttúrunnar vegna að Hafrannsóknastofnunin leggi til liðlega 900.000 tonna loðnukvóta á næstu vertíð og geri líka ráð fyrir sterkum stofni loðnu á vertíðinni þar næsta árs. Stóru tíðindin eru einfaldlega þau að loðnan er hvorki týnd né tröllum gefin! Því má blása í eitt skipti fyrir öll á þær kenningar […]

Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur veiðar á allt að 904.200 tonn­um af loðnu fyr­ir kom­andi vertíð. Und­an­far­in ár hafa verið frek­ar rýr og því um tölu­verða aukn­ingu að ræða frá síðustu vetri en þá var kvót­inn 127.300 tonn. Þetta kom fram á fundi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í dag. Í upp­hafs­ráðgjöf sem veitt var í des­em­ber á síðasta ári, sem byggði […]

Ráðgjöf um loðnuveiðar í næstu viku

Þriggja vikna loðnu­leiðangri skipa Haf­rann­sókna­stofn­un­ar lauk í gær. Loðnu varð vart víða á svæðinu við Aust­ur-Græn­land, mesti þétt­leik­inn var um miðbik svæðis­ins, en minnst fannst á svæðinu norðan­verðu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Guðmund­ar Óskars­son­ar, sviðsstjóra upp­sjáv­ar­sviðs. Á næstu dög­um verður unnið úr gögn­um og ráðgjöf um veiðar eft­ir ára­mót gæti legið fyr­ir seinni hluta næstu viku. Mæl­ing­ar […]

Loðnuleiðangur hafinn

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu í gær í árlegan haustleiðangur til rannsókna á loðnu en um er að ræða samstarfsverkefni Íslands og Grænlands. Meginmarkmiðið leiðangursins er mæling á stærð veiðistofns (kynþroska loðna sem ætla má að komi til hrygningar 2022) og mæling á magni ungloðnu (eins árs ókynþroska loðna sem verður uppistaðan í […]

26 þúsund tonn veiddust af loðnu í febrúar

Heildarafli í febrúar 2021 var rúmlega 76 þúsund tonn sem er 48% meiri afli en í sama mánuði árið 2020. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Uppsjávarafli var 28 þúsund tonn en var 6.600 tonn í febrúar árið á undan. Þar af var rúmum 26 þúsund tonnum af loðnu landað en engin […]

Vaðandi loðna undir Látrabjargi

Hinn 6. mars sl. fann grænlenska skipið Polar Amaroq stóra loðnutorfu undir Látrabjargi. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. “Þarna óð loðnan,” segir Geir Zoëga skipstjóri að hann hafi aldrei áður séð vaðandi loðnu á vetrarvertíð. „Þetta var vaðandi hrygningarloðna og torfan var býsna stór. Líklega var hún 1 km á kant eða svo, […]

Dáðadrengur í hrognafrystingu

Elfar Frans Birgisson, 21 árs gamall Eyjapeyi, hefur unnið í Vinnslustöðinni á vertíðum frá árinu 2014, fyrst á sumrin í fiski en síðan undanfarin ár í uppsjávarhúsinu. Núna vinna hann og aðrir í uppsjávarvinnslunni hörðum höndum við að frysta hrogn á síðustu sólarhringum loðnuvertíðar. Að morgni dags eftir tólf tíma næturvakt læddi Elfar Frans sér […]

Hrognin fryst dag og nótt á lokasprettinum

„Kap kom með um 1.200 tonn sem var fyrsta hráefnið okkar til hrognafrystingar á vertíðinni. Ég væri ánægður með að fá út úr þessu 150 tonn af hrognum,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, síðdegis á föstudag. Kap var þá farin til veiða á nýjan leik, löndun nýhafin úr Ísleifi og í uppsjávarhúsi VSV var […]

Pönnusteikta loðnu á diskinn, takk!

Wenyi Zeng kokkur á veitingastaðnum Canton í Vestmannaeyjum fer létt með að sýna og sanna að loðna er ljómandi góður matur. Hún steikti hængi og hrygnur á pönnu í hádeginu í dag og hefði fengið margar stjörnur hjá Jónasi heitnum Kristjánssyni matrýni fyrir ferskleika hráefnis og einfalda en ljúfmannlega matreiðslu. Hún lét fiskinn stikna í […]