Hrognavinnsla hafin

Sigurður VE við bryggju

„Það er byrjað að landa úr Sigurði hann er með tæp 1000 tonn,“ sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu kátur í morgunsárið. Bæði Heimaey og Sigurður komu til hafnar í nótt en Heimaey var með fullfermi að sögn Eyþórs. „Við erum að dæla í nýju tankana núna í fyrsta skiptið. Tilkoma þeirra gerir það að […]

Hljóta að vera nokkur hundruð þúsund tonn

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq landaði fullfermi af frystri loðnu í Hafnarfirði í gær. Að löndun lokinni ákvað Geir Zoëga skipstjóri að kanna hvort loðnu væri að finna í Jökuldýpinu norðvestur úr Garðskaga. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Hann þurfti ekki að leita lengi. „Við komum hérna í svakalega torfu. Hún er tæpar fimm […]

Bjarni Sæ­munds­son kannar loðnu fyrir norðan land

Loðna hef­ur veiðst víða fyr­ir sunn­an land og aust­an á vertíðinni og er unnið á sól­ar­hrings­vökt­um þar sem mest um­svif eru. Fyr­ir helgi frétt­ist af loðnu við Gríms­ey og um helg­ina voru fregn­ir af loðnu í grennd við Flat­ey á Skjálf­anda. Rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son var í gær á leið á þess­ar slóðir til að kanna […]

Loðnu rekur á land í Víkurfjöru

Loðna liggur nú sjórekinn í Víkurfjöru. Frá þessu er greint á facebook síðu Náttúrustofu Suðurlands. Það er ekki óþekkt að þetta gerist á þessum árstíma en loðnuna er að reka á land fyrr en fyrir ári síðan. Þá voru þessar myndir teknar í byrjun mars. Loðnan drepst eftir hrygningu og er þetta vitni um nýafstaðna […]

Lokaráðgjöf um veiðar á loðnu er 127 þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2020/21 verði 127 300 tonn. Kemur sú ráðgjöf í stað þeirrar sem gefin var út 24. janúar 2021. Byggir ráðgjöfin á summu tveggja leiðangra sem fóru fram seinni part janúar og gáfu mat á stærð hrygningarstofns loðnu upp á samtals 650 þúsund tonn. Fyrri leiðangurinn fór fram dagana […]

Loðnuleiðangri lokið

Loðnuleiðangri átta skipa lokið og útreikningar standa yfir. Nokkur norsk skip hafa hafið veiðar og fleiri á leiðinni á miðin. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri segir, í samtali við vef fiskifrétta, það hafa verið nokkuð krefjandi að mæla loðnuna í vetur. Niðurstöður útreikninga verði vonandi tilbúnar fyrir helgi. Enn eru engar niðurstöður komnar úr nýjasta loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar […]

Rúm 6000 tonn af loðnukvóta til Eyja

Samkvæmt reglugerð nr. 60/2021 um loðnuveiðar íslenskra skipa á vetrarvertíð 2021, hefur Fiskistofa úthlutað 19.043 tonnum af loðnu á grundvelli aflahlutdeilda. Af þessum rúmlega nítján þúsund tonnum renna 6.154 tonn til Útgerða í Vestmannaeyjum. Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 726/2020 eru 5,3% dregin frá úthlutununum. Skiptingu aflamarks má sjá hér að neðan: (meira…)

Íslendingar fá þriðjung loðnukvótans

Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerðir um loðnuveiðar Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga í íslenskri lögsögu. Endanleg ráðgjöf frá Hafró er þó ekki komin og kvótinn gæti átt eftir að aukast. Greint er frá þessu á vef fiskifrétta. Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 33.388 tonn af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands. Færeyskum skipum er heimilt að veiða […]

Umfangsmikill loðnuleiðangur

Nú stendur yfir umfangsmikill leiðangur á vegum Hafrannsóknastofnunar með það að markmiði að mæla stærð hrygningarstofns loðnu. Leiðangurinn er framhald mælinga sem voru gerðar austan við land dagana 17.-20. janúar. Með þessu móti er vonast eftir að ná heildarmælingu á stofninum sem leitt getur til nýrrar ráðgjafar. Í leiðangrinum eru alls 8 skip og er […]

Af óveiddri loðnu, ónotuðum loðnustígvélum og Magnúsi & Eyjólfi

„Eyjólfur félagi minn Guðjónsson harðbannaði mér að fara í loðnustígvélin mín í ár því ella fyndist ekki loðna. Það hvarflaði ekki annað að mér en hlýða og viti menn; loðna fannst og við erum fullir bjartsýni um að miklu meira komi í leitirnar svo við fáum fyrirtaks vertíð. Stígvélunum hendi ég ekki en tók þau […]