Rokkveisla í Höllinni í gærkvöldi

Magni Ásgeirsson og Matthías Matthíasson fóru á kostum í Höllinni í gærkvöldi. Þeir fluttu nokkur vel valin gullaldarrokklög með góðum hljóðfæraleikurum. Tóku þeir lög hljómsveita á borð við Led Zeppelin, Deep Purple, Queen, AC/DC, Jimi Hendrix, Kiss, Kansas og Pink Floyd. Upphitunarhljómsveit kvöldsins var heldur ekki af verri endanum, en rokkhljómsveitin Molda er skipuð fjórum […]
Byggðin undir hrauni

Villi á Burstafelli heldur sína 10. einkasýningu í Einarsstofu alla sjómannahelgina og er frítt inn. Villi segir frá: „Viðfangsefni sýningarinnar er húsin í bænum og aðallega þau sem fóru undir hraun. Það er mikil saga á bakvið hvert hús; miklar tilfinningar; sorg og gleði í bland við allt annað. Ég tel nauðsynlegt að viðhalda minningum […]
16 er töfratalan við bjórdælingu

Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin. Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar […]
List fyrir alla um allt land

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna á einum stað á vefnum. Á vef verkefnisins List fyrir alla er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. Vefurinn Listfyriralla.is hefur vaxið og dafnað […]
Goslokahelgin (myndir)

Sólin lék við gesti hátíðarinnar um helgina. Margt var um manninn og mikið um að vera. Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem náðust af mannlífinu föstudag, laugardag og sunnudag. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur (meira…)
Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Klukkan 17.00 á föstudaginn á Bryggjunni í Sagnheimum verður farið yfir lífshlaup Óskars Matthíassonar, Óskars á Leó og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans í máli og myndum. Óskar hefði orðið 100 ára í mars sl. Hann setti mark sitt á útgerð og athafnalíf í Vestmannaeyjum sem nær aftur fyrir miðja síðustu öld. Byrjaði ungur sem skipstjóri […]
Ísland á filmu

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland á filmu. Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafns Íslands. Þarna er að finna mikinn fróðleik um verklag í landbúnaði og sjávarháttum auk ómetanlegra myndskeiða frá einhverjum merkustu atburðum Íslandssögunnar. Á vefnum www.islandafilmu.is er hægt að skoða myndefni úr […]
Mættur til Eyja til þess að taka upp sjónvarpsþátt

Hann kallar sig læknirinn í eldhúsinu þegar hann sinnir ástríðu sinni að eldamennskunni en heitir Ragnar Freyr Ingvarsson og er lyf- og gigtarlæknir og er hann með vefsíðuna sem ber einmitt heitið Læknirinn í Eldhúsinu. Hann hefur skrifað matreiðslubækur og tekið upp fjölda sjónvarpsþátta þar sem hann kynnir sér mat og matarmenningu. Um þessar mundir er hann önnum […]