Rokkveisla í Höllinni í gærkvöldi

Magni Ásgeirsson og Matthías Matthíasson fóru á kostum í Höllinni í gærkvöldi. Þeir fluttu nokkur vel valin gullaldarrokklög með góðum hljóðfæraleikurum. Tóku þeir lög hljómsveita á borð við Led Zeppelin, Deep Purple, Queen, AC/DC, Jimi Hendrix, Kiss, Kansas og Pink Floyd. Upphitunarhljómsveit kvöldsins var heldur ekki af verri endanum, en rokkhljómsveitin Molda er skipuð fjórum […]

Byggðin undir hrauni

xr:d:DAFCFl_9Mto:8,j:28318302546,t:22061010

Villi á Burstafelli heldur sína 10. einkasýningu í Einarsstofu alla sjómannahelgina og er frítt inn. Villi segir frá: „Viðfangsefni sýningarinnar er húsin í bænum og aðallega þau sem fóru undir hraun. Það er mikil saga á bakvið hvert hús; miklar tilfinningar; sorg og gleði í bland við allt annað. Ég tel nauðsynlegt að viðhalda minningum […]

16 er töfratalan við bjórdælingu

Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin. Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar […]

List fyrir alla um allt land

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna á einum stað á vefnum. Á vef verkefnisins List fyrir alla er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. Vefurinn Listfyriralla.is hefur vaxið og dafnað […]

Goslokahelgin (myndir)

Sólin lék við gesti hátíðarinnar um helgina. Margt var um manninn og mikið um að vera. Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem náðust af mannlífinu föstudag, laugardag og sunnudag. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur (meira…)

Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Klukkan 17.00 á föstudaginn á Bryggjunni í Sagnheimum verður farið yfir lífshlaup Óskars Matthíassonar, Óskars á Leó og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans í máli og myndum. Óskar hefði orðið 100 ára í mars sl. Hann setti mark sitt á útgerð og athafnalíf í Vestmannaeyjum sem nær aftur fyrir miðja síðustu öld. Byrjaði ungur sem skipstjóri […]

Ísland á filmu

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland á filmu. Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafns Íslands. Þarna er að finna mikinn fróðleik um verklag í landbúnaði og sjávarháttum auk ómetanlegra myndskeiða frá einhverjum merkustu atburðum Íslandssögunnar. Á vefnum www.islandafilmu.is er hægt að skoða myndefni úr […]

Mættur til Eyja til þess að taka upp sjónvarpsþátt

Hann kallar sig læknirinn í eldhúsinu þegar hann sinnir ástríðu sinni að eldamennskunni en heitir Ragn­ar Freyr Ingvars­son og er lyf- og gigt­ar­lækn­ir og er hann með vefsíðuna sem ber ein­mitt heitið Lækn­ir­inn í Eld­hús­inu. Hann hef­ur skrifað mat­reiðslu­bæk­ur og tekið upp fjölda sjón­varpsþátta þar sem hann kynn­ir sér mat og mat­ar­menn­ingu. Um þess­ar mund­ir er hann önn­um […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.