Molda með nýjan slagara

„Hér er á ferðinni óheflað þjóðhátíðarrokk af gamla skólanum“ segir Helgi Tórshamar, aðalgítarleikari hljómsveitarinnar Moldu, um nýtt lag hljómsveitarinnar. Lagið heitir Í hálfa aðra öld og kom út á Spotify í gær. Lag og texti er eftir Moldu, en Sævar Helgi Geirsson og Kristín Viðja hjálpuðu til með textagerð. Viðja syngur bakraddir, og stórvinur hljómsveitarinnar, […]

Slor og Skítur – Live at Eldborg

Hljómsveitin Molda kom fram á Eyjatónleikunum í Eldborg 27. janúar ásamt öðrum góðum listamönnum. Molda flutti ásamt Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja lagið Slor og Skítur eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Þeir hafa nú bætt um betur og gefið út tónleikaútgáfu af laginu á Spotify. Mix/Hljóðblöndun: Ásmundur Jóhannsson Mastering : Jóhann Ásmundsson Cover mynd : Brynja Eldon […]

Molda gefur út lag eftir Árna Johnsen

Hljómsveitin Molda sem kemur fram á Eyjatónleikunum í Eldborg 27. janúar n.k. hefur gert ábreiðu og endurgert lagið “Eyjan mín í bláum sæ” eða “Heim á ný” eins og lagið er stundum kallað eftir Árna Johnsen sem féll frá 6. júní 2023. Lagið hefur verið mikið spilað á Eyjakvöldum af sönghópnum Blítt og Létt og […]

Blómlegt rokk í Eyjum

Rokkarinn Arnar Júlíusson setti saman þessa áugaverðu samantekt um starfandi rokkhljómsveitir í Vestmannaeyjum sem hann birti á facebook. Okkur fanst þessi samantekt eiga erindi við fleiri svo við birtum hana í heild sinni í samráði við Arnar. “Stundum velti ég því fyrir mér hvort eyjamenn geri sér fyllilega grein fyrir því hvað það er mikil […]

Spila á gömlu skipi sem var áður á vertíð í Eyjum

Í tilefni að hljómsveitinni Moldu var boðið að spila í Færeyjum nk. laugardag verða haldnir upphitunartónleikar í samstarfi við The Brothers Brewery á ölstofunni í kvöld, miðvikudaginn 30. ágúst. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en opið verður fyrir frjálsum framlögum. Tónleikarnir hefjast klukkan níu. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, frændurnir Helgi og Albert, eru báðir ættaðir frá […]

„Þetta er bara eins og gott hjónaband”

Nú stefnir í það sem margir myndu kalla hápunkt goslokavikunnar en í kvöld verður leikið fyrir dansi á Skipasandi langt fram á nótt. Þar eiga Mucky Muck, Molda, Leikfélag Vestmannaeyja, Séra Bjössi, Memm og Brimnes eftir að stíga á svið. Eyjafréttir heyrðu í Símoni Geirssyni, einn meðlima rokkhljómsveitarinnar Molda. Hljómsveitina skipa Tórshamar frændurnir þeir Albert […]

Álfareiðin með Molda

“Á þrettándanum 6. janúar n.k. halda menn uppá Molda” Grýla, Leppalúði, jólasveinar, tröll, álfar og aðrar kynjaverur sameinast og kveðja hátíðina með Eyjamönnum og gestum þeirra. Í tilefni þess dúndruðum strákarnir í Molda í eitt stykki tónlistarmyndband við nýju ábreiðuna af laginu Álfareiðin. Myndefni frá þrettándagleðinni í Eyjum er úr heimildarmyndinni Þrettándinn eftir Sighvat Jónsson, […]

Rokkveisla í Höllinni í gærkvöldi

Magni Ásgeirsson og Matthías Matthíasson fóru á kostum í Höllinni í gærkvöldi. Þeir fluttu nokkur vel valin gullaldarrokklög með góðum hljóðfæraleikurum. Tóku þeir lög hljómsveita á borð við Led Zeppelin, Deep Purple, Queen, AC/DC, Jimi Hendrix, Kiss, Kansas og Pink Floyd. Upphitunarhljómsveit kvöldsins var heldur ekki af verri endanum, en rokkhljómsveitin Molda er skipuð fjórum […]

Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty á Háaloftinu í kvöld

Efnt verður til sannkallaðrar rokkveislu á Háaloftinu í kvöld, síðasta vetrardag 20. apríl kl. 20:30 þegar rokksveitir eyjanna Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty stíga á svið. Húsið opnar kl. 20:30 og er forsala enn í gangi á tix.is. Miðaverð í forsölu eru kr. 2.500 en kr. 3.000 við hurð. Sveitirnar lofa kraftmiklum tónleikum […]

Glæsilegir tónleikar í kvöld

Í kvöld fara fram tónleikar í Höllinni til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Húsið opnar 19:30 en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Meðal þeirra sem koma fram eru Foreign Monkeys, Júníus Meyvant, Helga, Arnór og hipparnir, Blítt og létt, Merkúr, Molda og Eyjabítlarnir. En Bjarni Ólafur er kynnir kvöldsins. Hægt verður að taka þátt í happadrætti en […]