Helgi rýnir í gamalt mannshvarf.

Helgi Bernódusson frá Borgarhól, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, leitar nú manns sem ekkert virðist hafa spurst til síðan hann hvarf í Vestmannaeyjum árið 1963, 26 ára gamall. Helgi skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið um þetta mál. „Árið 1963 hvarf í Vestmannaeyjum 26 ára gamall Ungverji, Imre Bácsi. Hann var „ljúfur og indæll drengur“ eins og einn heimildarmaður segir. Imre hafði þá dvalist […]
Að flytja vatn til Eyja í tankskipum algjör fjarstæða

„Ástandið núna kallar á ýmsar pælingar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatnslögnin er löskuð og liggur nærri Klettsnefi. Aðstæðurnar eru afar krefjandi,“ segir Ívar Atlason hjá HS veitum í Vestmannaeyjum í samtali við morgunblaðið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á vatnslögninni. Raunveruleg hætta er talin á því að hún […]
Líkur á stöðvun strandveiða um miðjan júlí

Flest bendir til þess að strandveiðar verði stöðvaðar um miðjan næsta mánuð vaxi afli strandveiðibátanna milli ára í júní eins og í maí. Þegar júní lýkur gætu bátarnir verið búnir að landa 79% af þeim tíu þúsund tonnum af þorski sem veiðunum er ráðstafað, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins. Í maímánuði síðastliðnum tókst […]
Vestmannaeyjahöfn sú næst umsvifamesta

Á síðasta ári var landað 1.436.727 tonnum í íslenskum höfnum og 74% aflans í tíu höfnum, að því er fram kemur í umfjöllun í nýjasta blaði 200 mílna. Þá var 77% af öllum uppsjávarafla landað í fimm höfnum og 64% botnfiskafla var landað í tíu höfnum. Neskaupstaðar var stærsta löndunarhöfn sjávarfangs árið 2022 og var þar […]
Fyndist eðlilegt að fá styrk frá ríkinu

Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir nefndina skoða það að sækja um ríkisstyrk eftir að þurfti að fresta Þjóðhátíð í Eyjum annað árið í röð eftir að innanlandstakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef mbl.is í morgun „Það er ómögulegt að segja hvort við fáum einhvern styrk frá ríkinu, en […]
Sandfjallið úr Landeyjahöfn

Frá 2010 til loka árs 2019 er heildarmagn dýpkunarefnis úr Landeyjahöfn og innsiglingunni að henni rúmlega 4,1 milljón rúmmetrar (m³) eða nákvæmlega 4.148.764 rúmmetrar. Þetta er alveg geysilegt magn af sandi og margfalt meira en áætlað var þegar höfnin var hönnuð. Í matsskýrslu fyrir Landeyjahöfn (Bakkafjöruhöfn, 2008) og tengdar framkvæmdir var heildarmagn viðhaldsdýpkunar áætlað um […]