Birgir Nielsen bæjarlistamaður Vestmannaeyja

Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum rétt í þessu.  Skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög og nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lásu ljóð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs tilynnti um valið sem að þessu sinni var tónlistarmaðurinn Birgir Nielsen. Njáll kom meðal annar inn á það […]

Samstaða er sterkasta vopnið

Á margan hátt má segja að samtakamáttur Vestmannaeyinga sé eitt af einkennum okkar sem hér búum. Þetta er vissulega ekki alltaf sýnilegt en þegar vel er að gáð koma fjölmörg dæmi þess glögglega í ljós. Eitt lítið dæmi um þetta er samtakamáttur ferðaþjónustuaðila hér í bæ sem ákváðu árið 2019 að í stað þess að […]

Ráðning hafnarstjóra: Formgallinn stendur einn eftir

Eftir að dómur er fallinn varðandi ráðningu í starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum stendur ekkert eftir af málinu annað en formgallar í málsmeðferð Framkvæmda- og hafnarráðs og að athafnir ráðsins hafi ekki verið rétt færðar til bókar í fundargerð. Af því er rétt og skylt að læra og verður gert. Vestmannaeyjabær var sýknaður að fullu í […]

Næst á dagskrá!

Fjögur ár eru frá því að ég hóf afskipti af bæjarpólitíkinni og fyrir fjórum árum lagði Eyjalistinn aðaláherslu á skólamál, þjónustu við nemendur í leik- og grunnskólum og bætta þjónustu við íbúa almennt. Þegar ég lít til baka á þau verk sem okkur Eyjalistafólki hefur tekist að ná fram á líðandi kjötímabili get ég sagt […]

Margt gerðist, sem betur fer! En betur má ef duga skal

Það er grunnregla í stjórnsýslu og stjórnskipan að aldrei má aðskilja vald og ábyrgð. Sá sem fer með endanlegt vald ber líka endanlega ábyrgð. Í grein eftir bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins sem birtist á netmiðlum í gær var því haldið fram, að við bæjaryfirvöld sé að sakast um hvernig Vegagerðin stendur að dýpkun Landeyjahafnar, eða öllu heldur […]

Ánægðastir allra með búsetuskilyrði sín

Frétt á vef Fréttablaðsins sem birtist í gær var sérstaklega gleðileg. Þar var greint frá því að samkvæmt könnun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi eru Vestmannaeyingar ánægðastir landsmanna allra með búsetuskilyrði sín. Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að efla þjónustu við íbúa og sérstaklega barnafjölskyldur. Frístundastyrkurinn var tvöfaldaður frá því sem var, gjaldskrá […]

Eitt lítið loforð

„Við ætlum að tvöfalda frístundastyrkinn, lækka aldurstakmörk og gera umsóknarferlið einfaldara og notendavænna“. Þetta litla loforð gaf Eyjalistinn út í stefnuskrá sinni í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga. Frístundastyrkurinn hefur alltaf verið fólkinu á bak við Eyjalistann hjartans mál enda var málið upphaflega lagt fram af þáverandi bæjarfulltrúum listans, þeim Jórunni Einarsdóttur og Stefáni Jónassyni. Með frístundastyrknum […]

Fjárfestum í ungu fólki!

Á undanförnum árum hafa málefni barna verið í forgrunni hjá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra. Ásmundur hefur staðið fyrir einu mesta átaki í málefnum barna sem nokkru sinni hefur verið framkvæmt með það fyrir augum að öll börn njóti sömu réttinda til opinberrar þjónustu. Að því leyti voru samþykkt ný lög um samþættingu þjónustu í þágu […]

Kunnuglegt stef

Njáll Ragnarsson

Andrés Sigurðsson ræðst nokkuð harkalega að minni persónu og æru í grein sem hann fékk birta á vef eyjafrétta nú í morgun. Þar segir hann mig beita bæjarbúa blekkingum, að ég búi yfir vanþekkingu og ég og aðrir Framsóknarmenn skreytum okkur með stolnum fjöðrum. Þetta síðasta er reyndar kunnuglegt stef sem ég tel mig hafa […]

Átök og alvarlegar ásakanir í bæjarráði

Starfshættir kjörinna fulltrúa voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Hildur Sólveig Sigurðardóttur, fulltrúa D-lista, óskaði eftir umræðu um liðinn og lagði fram eftirfarandi bókun. Leyfi meintum þolendum að njóta vafans “Undirrituð harmar ummæli bæjarstjóra, oddvita H listans, í fjölmiðlum um málefni einstaka starfsmanns vegna kvörtunar starfsmannsins um meint einelti og minnir á mikilvægi […]